Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 144
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þekkt meðal frumstæðra þjóða víða um heim og virðist fylgja
tilteknu menningarstigi. Á Norðurlöndum eru slík verk þekkt
einkanlega í Svíþjóð og Noregi og er Bohuslén frægasta berg-
ristusvæði þar. En þessi sýning er helguð Noregi einum. Til
skamms tíma hugðu menn, að bergristur og klettamálverk væru
einkanlega norðurnorskt fyrirbrigði, en eftir því sem fleiri slík
verk hafa fundizt, hefur þáð orðið ljósara, að þetta menningar-
atriði hefur verið sameiginlegt öllum norskum byggðum, þótt
flest og bezt verk sé einkum að finna á Austfold, Rogalandi og í
Þrændalögum. Á þessari sýningu er aðeins lítið úrval úr hinum
mikla fjölda, sem til er, en hér eru þó áreiðanlega samankomnar
myndir af öllum frægustu og bezt gerðu bergristum í Noregi.
Bergristur eru myndir af dýrum, mönnum, skipum og fjöl-
mörgu öðru, klappaðar með einföldum útlínum á hamraþil eða
flatar eða skáhallar klappir. Stundum eru línurnar skerptar með
rauðum eða svörtum lit, og fyrir kemur, að myndirnar eru að-
eins máláðar en ekki klappaðar. Lengi hefur það verið ljóst, að
þessar sérkennilegu myndir væru verk fornaldarmanna, en
hversu gamlar var vandinn meiri fram úr að ráða. Nú telja
menn, að flestar þeirra séu frá því skeiði, sem kennt er við
brons sem nytjamálm, þótt sú öld væri um leið steniöld að veru-
legu leyti, þ. e. tímabilið um 1500—500 f. Kr., en þó muni marg-
ar einnig vera frá steinöld yngri, þ. e. um 3000—1500 f. Kr. og
enn aðrar kunna að vera frá eldri steinöld eða hartnær eins gaml-
ar og mannabyggð í Noregi.
Það er augljóst, að þeir menn, sem bergristurnar gerðu, hafa
gert það af einhverri mjög ríkri þörf, sem ekki varð undan vik-
izt að sinna. Þáð hefur verið mikið og erfitt verk að höggva
þennan aragrúa af myndum í klettana með frumstæðum stein- og
bronsverkfærum, oft á stöðum, sem ekki verður að komizt nema
við töluverðan háska. Á klettavegg, sem rís lóðréttur upp frá
sjó í Vingen í Norðfirði, eru höggnar um 800 myndir af hjartar-
dýrum, og má af því sjá, hvert geysiverk hér hefur verið innt
af hendi. Við höfum kallað sýninguna listaverk frá steinöld og
bronsöld, en vafalaust er þó, að hér er ekki um að ræða list fyrir
listina, þeir sem þessar myndir gerðu voru ekki vitandi vits áð
skapa listaverk, eins og til dæmis nútíma listamaðurinn gerir.
Hitt má heita fullvíst, að þær séu allar af heimi töfra og goð-
magnadýrkunar, gerðar í því skyni að ná valdi yfir eða hafa
áhrif á veiðidýr eða blíðka þá guði, sem ráða fyrir sól og regni,