Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 149
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1965
149
hann undirbúning að skráningu örnefna í Árnessýslu og kynnti sér
hvað þar er til í eigu einstakra manna.
Jóhannes Óli Sæmundsson, sem haft hefur dálítinn styrk til ör-
nefnaskráningar í Eyjafirði, skilaði fullfrágengnum söfnum úr öll-
um hreppum sýslunnar nema Ólafsfirði, Dalvík, Siglufirði og Gríms-
ey, og svo Saurbæjarhreppi, sem fjölritað safn er til úr. Jóhannes
Óli hefur að verulegu leyti stuðzt við söfn, sem áður voru til.
Óskar Einarsson læknir gaf viðbótarsafn örnefna úr Önundarfirði
og Grímsnesi. Þórarinn Magnússon frá Steintúni gaf skrá um fiski-
mið á Bakkaflóa, og Gísli Sigurðsson í Hafnarfirði skilaði endur-
bættu safni úr Álftaneshreppi hinum forna.
Jóhann Hjaltason skilaði söfnum úr Eyrarhreppi, Grunnavíkur-
hreppi og Súðavíkurhreppi, öllum í Norður-Isafjarðarsýslu. Forn-
leifafélagið veitti nokkurn styrk til þessarar söfnunar.
Þjóðháttadeild.
Þór Magnússon, safnvörður við Þjóðháttadeild, hefur gert svo-
fellda grein fyrir starfi hennar:
„Árið 1965 voru sendar út þrjár spurningaskrár Þjóðháttadeild-
ar. Tvær þeirra fjölluðu um ullarvinnu, og fór hin fyrri, Ull og tó-
vinna I, út í apríl—maí, en hin seinni Ull og tóvinna II, í nóv.—des.
t þessum skrám var spurt um fyrstu meðferð ullarinnar, rúning, ullar-
þvott og tóskap, til þess er farið var að koma ullinni í fat. Við fyrri
skránni höfðu borizt 39 svör um áramót, en 6 við hinni síðari. Það
er svipað og undanfarin ár, enda eru svörin alltaf talsverðan tíma að
tínast inn, og er ekki ótítt, að svör komi jafnvel 2—3 áarum eftir að
skrá er send út. Því valda mismunandi ástæður hjá fólki, enda er
ekki hægt að ætlast til, að það láti þetta verk, sem unnið er fyrir ekki
neitt, ganga fyrir öðrum. Segja má, að svörin séu nokkuð misjöfn,
og fer það bæði eftir þekkingu svarenda og þó ekki sízt áhuga þeirra.
Ætlunin er að halda áfram að senda skrár um ullarvinnu á næsta
ári og reyna að ljúka þá því sviði. Tekið skal fram, að Þórður Tóm-
asson hefur samið þessar spurningaskrár að mestu svo sem hinar
fyrri.
í maí var svo send aukaskrá, sem fjallaði um matmálstíma fyrrum.
Hún var send að undirlagi sænsks málfræðings, dósents Bertil Ejder
í Lundi, en hann vinnur að rannsókn á matmálstímum á Norðurlönd-
um. Þessi skrá var send mun færra fólki en hinar, og höfðu borizt
15 svör við henni um áramót. Dvaldist dósent Ejder hér um tíma
sl. sumar við úrvinnslu þeirra svara, sem höfðu borizt þá, en hin eru