Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 156
156
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Að endingu skal þess svo getið, að þjóðminjavörður sá um fyrir
beiðni menntamálaráðuneytisins að láta gera legstein, sem lagður
var á leiði Rósu Guðmundsdóttur, skáldkonu frá Yatnsenda, en hún
hvílir í kirkjugarðinum á Efranúpi í Miðfirði.
Erlendir fræSimenn.
Enn sem fyrri sóttu allmargir erlendir fræðimenn safnið heim á
árinu og nutu fyrirgreiðslu safnmannanna á einn eða annan hátt.
Má þar einkum nefna til eftirgreinda menn: Gunvor Trætteberg,
þjóðháttafræðing frá Ósló, Tliomas Markey málfræðing frá Chicago,
Alan Binns, háskólakennara frá Hull, Olaf Olsen, magister, safnvörð
við Nationalmuseet í Kaupmannahofn, Alan Small, landfræðing og
fornleifafræðing frá Aberdeen, Alistair Smith, landfræðing frá Aber-
deen, Bertil Ejder, málfræðing frá Lundi, Anne Stine Ingstad, forn-
leifafræðing, Ósló, Birgitta Linderoth Wallace, fornleifafræðing frá
Bandaríkjunum og Margrethe Linderoth, fornleifafræðing frá Sví-
þjóð.