Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 158
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„Aðalfundur Fornleifafélagsins 1965 skorar á Alþingi að veita sem fyrst fé til þess
að grafa upp rústir þær í miðbæ Reykjavíkur, þar sem talið er að séu elztu manna-
byggðir hér sunnanlands."
Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Séra Jón Skagan gerði fyrirspurn um, hvort ekki væri hægt að gera nákvæmari
rannsókn á þeim sýnishornum, sem tekin voru í Aðalstræti. Svaraði formaður
þeirri fyrirspurn.
Þessu næst vakti Björn Th. Björnsson máls á þvi, hvort ekki væri athugandi að
láta gera ljósprentanir af eldri árgöngum Árbókar. Urðu nokkur orðaskipti um
þetta, en síðan lagði Björn fram eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Fornleifafélagsins 1965 beinir þvi til stjórnar félagsins, að hún
kanni það fyrir næsta aðalfund, hve mikið ljósprentun árgangs Árbókar myndi
kosta og hvort hún teldi slíka endurútgáfu tiltækilega."
Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Skúli Thorarensen spurðist fyrir um, hvort hægt væri að sýna Grænlandi nokkru
meiri rækt á Þjóðminjasafni en nú væri, og svaraði þjóðminjavörður því.
Að lokum flutti formaður félagsins prófessor Jón Steffensen erindi: Ákvœöi
kristinna laga þáttar um beinafœrslu. Gerðu menn góðan róm að máli hans, og
Kristján Eldjárn þakkaði ræðumanni.
Fundi slitið.
Jón Steffensen.
Kristján Eldjárn.
STJÓRN FORNLEIFAFÉLAGSINS
Embœttismenn, kjörnir á aöalfundi 1965:
Formaður: Jón Steffensen prófessor.
Skrifari: Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður.
Féhirðir: Gísli Gestsson safnvörður.
Endurskoðunarmenn: Theodór B. Líndal prófessor
og Einar Bjarnason rikisendurskoðandi.
Varaformaður: Magnús Már Lárusson prófessor.
Varaskrifari: Þórhallur Vilmundarson prófessor.
Varaféhirðir: Snæbjörn Jónsson skjalaþýðari.
Fulltrúar:
Til aöalfundar 1967:
Dr. Guðni Jónsson prófessor.
Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður.
Bergsteinn Kristjánsson, fv. skattritari.
Til aöalfundar 1969:
Jón Ásbjörnsson fv. hæstaréttardómari.
Björn Þorsteinsson sagnfræðingur.
Gils Guðmundsson rithöfundur.