Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 26
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Engu bætir séra Einar við þetta í annál sínum (Lögmannsannál)18.
Hefði mátt ætla að honum hefði þótt ómaksins vert að geta þess
hvort skrínið bjargaðist eða ekki. En hann gerir það ekki, og álíka
áhugalaust um þetta atriði segja fleiri annálar frá atburðinum. Einu
undantekningarnar eru Konungsannáll og Flateyjarannáll, sem báð-
ir eru skrifaðir á 14. öld og því eigi allfjarri þessum atburði. 1 Kon-
ungsannál segir svo:
„Brann kirkja í Skálholti um veturinn eftir Pálsmessu og
varð borgið kaleikum flestum og höklum, skríni ins h. Þorláks
biskups með helgum dómi hans og enn litlu skríni“19.
í Flateyjarannál segir svo:
„Brann kirkja í Skálholti fyrir Pálsmessu af lofteldi og hús-
búnaður staðarins nær allur, bækur og kantarakápur. Kaleik-
um varð borgið flestum og höklum. Episcopalia brunnu. Skríni
ins heilaga Þorláks varð borgið með helgum dómi hans. Þótti
það flestum undur á hversu lítilli stundu kirkjan brann“20.
Sýnilega er samband milli þessara tveggja frásagna annálanna, og
líklegast að þær eigi rætur í sameiginlegri heimild. Á þeirri heimild,
hver sem hún hefur verið, hangir því sú vitneskja að Þorláksskrín
hafi bjargazt úr brunanum. Ef ekki hefði verið henni til að dreifa,
mundi liggja beinast við að álykta, að skrínið hefði brunnið árið
1309. 0g vaknar þá vitaskuld sú spurning hve vel megi treysta heim-
ildinni andspænis þögn annarra annála og séra Einars Hafliðason-
ar um afdrif skrínisins. Hér er úr vöndu að ráða. Eldurinn hefur
sýnilega verið ofsalega aðgangsharður. Samkvæmt annálunum tveim-
ur bjargast aðeins litlir og léttir hlutir, sem hægt var að grípa í
einu hendingskasti, og auk þess aðeins einn stærri hlutur: Þorláks-
skrín. Þetta getur verið alveg eðlilegt. Skrín dýrlingsins með helg-
um dómi hans hefur verið það fyrsta sem mönnum hefur dottið í
hug að bjarga yrði umfram alla muni. Og heimildin er frá 14. öld,
ekki grunsamlega löngu eftir brunann.
Niðurstaðan verður að trúlegt megi þykja að annálarnir tveir
fari með rétt mál, skrínið hafi bjargazt úr dómkirkjubrunanum 1309,
en um heimildir fyrir því má þó ekki tæpara standa.
Aftur brann Skálholtskirkja niður til grunna á öndverðum dögum
ögmundar biskups Pálssonar, líklega 1527. Heimildir um þennan