Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 14
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nokkru sinni heitið annað en eskigras á íslenzku, a. m. k. hefur það
aldrei heitið hesforS, sem ‘hesfordi’ ætti að vera þágufail af og vís-
lega er draugorð. Ef aftur á móti mætti lesa ‘hespordi’ væri það af
no. kk. hésporSr, og hvað er það? En fleira kemur til greina en
jurtaheiti. Háfsroð var notað til að fægja með, og ekki einungis roðið,
heldur einnig uggarnir og sporðurinn. Dr. Kristján Eldjárn, sem
hefur fylgzt með þessum athugunum mínum og oftar en einu sinni
íorðað mér frá villigötum, undi því illa að skiljast í óvissu við orð
það sem hér ræðir um og kom með þá hugmynd, að þarna ætti að
lesa ‘haspordi’. Þar sem fullt eins líklegt virðist að stafur sá sem
Kálund las ‘f’ sé raunar ‘p’, er augljóst að síðari hluti þessa orðs í
nefnifalli hlýtur að vera -sporSu-r, og þá kemur raunar ekki annað
orð til greina en hásporSur. Fyrri liður orðsins er þá af hár, það
er fiskur sá (squalus acanthias) sem nú er nefndur háfur; elzta
dæmi um yngri orðmyndina er í A.Iþingisbókum I, bls. 195 (frá ár-
inu 1573). Vitað er að hásporður var notaður til að fægja með; í
ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igiennem
Island, Soroe, 1772, fyrra bindi bls. 359, stendur um háf: ‘Finderne
bruges til at polere Solv og Messing.’ Hins sama getur GuÖmundur
J. Einarsson á Brjánslæk í bók sinni Kalt er viS kórbak, [Reykja-
vík] 1964, bls. 43: ‘Háfslifrin var brædd og höfð til ljósa, en uggar,
sporðblaðka og roð notað til að fága fínsmíði.’ Einnig hefur Lúðvík
Kristjánsson skrifað eftir Sigríði Finnbogadóttur frá Þórisholti, síð-
ari konu Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, og borið síðan undir
Einar bróður hennar: ‘Þegar háfsroðið var orðið hart, var það not-
að sem sandpappír, og einnig uggar og sporður.’ Sporðurinn mun
i'remur hafa verið notaður en roðið til að fægja með útskorna hluti,
vegna þess að hann var stinnur og af þeim sökum hægara að beita
honum.
1 fáeinum stöðum er textinn tortryggilegur. I 51v.l2—13 lítur
helzt út fyrir að eitthvað hafi fallið niður á eftir orðinu ‘mentar’,
en tilgangslaust er að reyna að gizka á hvað það gæti verið. — 52r.2
‘utan’ er ekki fullkomlega skýrt, en þó er ekki hægt að koma auga
á að það verði lesið á annan hátt. Orðið er þó tortryggilegt á þess-
um stað, vegna þess að líklegast er að átt hafi að fægja vandlega
einmitt þar sem silfur skyldi leggja. Ef til vill er ‘utan’ misritun
fyrir undir. — Texti 52r.20—22 er líklega eitthvað afbakaður, sér-
staklega er óvíst hvernig á að skilja orðin ‘at ollu’ í 1. 20 og hvar á
að skipa þeim í setningu.
í kaflanum um líkneskjusmíð er ekkert sem bendir ótvírætt tii