Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 74
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Áður en lengra er haldið verður að skjóta hér inn kafla um heitu
laugarnar á Islandi. Þær eru einn þáttur þess máls sem hér er til
athugunar.
í Sturlungu er 19 sinnum getið um laugar. Fimm sinnum er getið
um laugina í Reykholti af ýmsu tilefni. Konur þvo klæði að laugu.
Ungt fólk hittist að laugu. Menn sitja í laugu. Hér eru dæmi:
1) Sturl. I, 72:
2) Sturl. I, 82:
3) Sturl. I, 87:
4)
5)
Sturl.
Sturl.
I,
I,
232:
319:
6) Sturl. I, 321:
7) Sturl. I, 329:
8) Sturl. I, 350:
9) Sturl. I, 441:
10) Sturl. I, 498:
11) Sturl. II, 135:
Þeir gerðu sér títt um fundi við Tungumenn —
ok hittust oftast at laugu.
Síðan lét Sturla (í Hvammi) halda njósnum til,
hvat þeir hefðist at í Ásgarði, ok varð þess víss,
at þeir Erlendr prestr ætluðu til laugar á drótt-
insdag. Ok eftir dagverð dróttinsdag fór Sturla
heiman ok Sveinn, sonr hans, til laugar. Ok er
þeir kómu þar, þá var prestr í laugu, en Snorri
gekk ór lauginni, en Þorleifr sat ok fór ór klæð-
um ok ætlaði í laug.
Einarr Ingibjargarson fór oftliga um vetrinn
til laugar með fimm menn eða sex.
Þau fóru öll samt til laugar í Sælingsdal.
Þat var eitt kveld, er Snorri (Sturluson) sat í
laugu, at talat var um höfðingja. Sögðu menn,
at þá var engi höfðingi slíkr sem Snorri . .
Þeir spurðu, hvé honum myndi fritt, ef hann
kæmi heim. „Skammsæta ætla ek honum þá
laug“, segir Þorvaldur (Vatnsfirðingur).
Kómu þeir snemma um morgininn til Reykja
(í Hrútafirði). Þá var Sturla (Sighvatsson) í
laugu, er þeir sögðu honum tíðindin. (Sturla
spurði, hvárt þeir gerðu ekki Solveigu. Þeir
sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis.)
„Eigi veit ek mannaferða vánir, nema Sauð-
fellingar fari upp í dalinn til laugar“.
.. . at laugardaginn eftir (25. des.) reið Ver-
mundr Tumason til laugar ok með honum Ás-
geirr auraprestr ...
Gizurr bað nökkura menn sína ríða til laugar-
innar (Hrafnagilslaugar) ok forvitnast þangat
til laugarinnar.
En er þeir váru mettir, gengu þeir Þorgils ok
Þórðr til laugar (í Reykholti), því at hestar váru