Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 30
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„Eftir það var hann (þ. e. Þorlákur biskup) heilagur hald-
inn og hans bein aftur upptekin 20. júlí á Þorláksmessu fyrir
þing, og lögð í kistu og gjört að skríni, sem enn nú er til norðan
altari í Skálholtskirkju. Það er byggt með bust sem skemma
jafnhátt aftan og framan, vel faðms langt, hér um 2 álnir á hæð í
mænirinn, umslegið með dýrsskinni (sem nú er mest allt burt
slitið) og negldar á látúnssylgjur og lengjur með útgröfnu gömlu
ágætu verki. Svo var það þá eg var í Skálholtsskóla"28.
Þó að þessi lýsing sé ekki nákvæm og gerð eftir minni, er hún
samt ákaflega þakksamlega þegin. Þarna er í fám orðum brugðið upp
mjög líflegri mynd af skríninu og stað þess í kór Skálholtskirkju á
18. öld. Má ætla að þar hafi það verið eftir að Brynjólfur biskup
lét gera við það og hóf það til vegs að nýju. En einkum og sér í lagi
er þessi heimild gagnleg, þegar hún er borin saman við aðaiheim-
ildina um Þorláksskrín á 18. öld, en hana er að finna í Ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Á ferðalögum þeirra um
Island á árunum 1752—57 hefur annar hvor þeirra, líklega Eggert,
gert talsvert vandlega athugun á skríninu í Skálholti. Er því síðan
lýst í ferðabókinni, og skal strax tekið fram, að óhugsandi virðist
að nokkui't samband sé milli þess og lýsingar séra Þorsteins Péturs-
sonar. Lýsing Ferðabókarinnar er á þessa leið:
„Her sees og endnu den Hellige Thorlaks Skrin. Det er den
St. Thorlacus, som findes i Almanakerne; han var fod paa
Sonderlandet, blev Biskop 1178 og dode 1193; hans Translation
skeede 1198, og man har endnu hans Historie paa Islandsk,
opfyldt med Jærtegn. Skrinet er bygget som et Huus, 31/2 Is-
landsk Alen langt, 2l/> Al. hoit, og 1V2 A1 breedt, overtrukket
med sort bereedet Læder, og beslaget med emailleret Messing.
Inde i Skrinet findes ingen Levninger, undtagne 2de brækkede
Stykker, som siges at være af denne Helgens Hovedskall, og
kunne paa en vis Maade tiene til Prove paa de forrige Tiiders
Begreber og Omgang med Helgenes Levninger. Den Hellige
Thorlaks Been vare tildeels fortærede, deels adspredte hist og
her. Nogle af Aarbogerne fortælle altsaa iblandt andet, nemlig
til Biskop Wilchins Berommelse, under Aaret 1406, i hvilket
han dode, at han have ei aleene ladet denne Helgens Hoved
beslaae med godt Solv, men og skaffet Helligdommen selv, at
forstaae Hovedskallen, heel og ubruden til Veie. Man seer og