Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 52
52
ÁRBÓTC FORNLEIFAFÉLAGSINS
um handtökum, sem auðveldara er að lýsa með Ijósmynd en orðum.
Lýsing Sæmundar Hólm á þessu verki í ritgerð hans er þó afburða
glögg og nákvæm. Bundið var með einu bendi utan um hvern mel-
part, snúið á bendisendana og brugðið undir á báða vegu.
Karlmenn báru melpartana saman í hlaða, sem nefndist skrúf eða
mélskrúf. 1 melskrúf var lögð niður tvöföld röð af pörtum þannig,
að öx horfðu inn að miðju. Fleiri lög af pörtum voru lögð þar ofan
á með sama hætti. Efst voru partar lagðir langsum eftir miðju skrúf-
inu, um samskeytin, til hlífðar gegn vætu eða regni. Stærðin á skrúfi
fór eftir því, hvað melurinn var þéttur í hverju einstöku melastykki.
Mest man Hannes Hjartarson eftir 10 hestburðum í skrúfi, en gott
þótti ef þeir voru 5. Vanalega voru 5 hestar í lest frá hvoru heimili
á Herjólfsstöðum, og þótti þá gott að hafa á lestina úr skrúfi.
Melpartar, sem voru lagðir í klyf, voru bundnir saman með um
þriggja faðma löngu mélrevpi. Reipið var aðeins eitt reiptagl og
rneð einni högld. Uppgjafa heybandsreipi voru oft notuð í melreipi,
og gat melreipið þá verið með legutagli úr sumtagi. Að öðru voru
melreipi annars úr strandkaðli eða hrosshári. Hagldir voru með
ýmsu móti, oft giftar hornhagldir en gátu annars verið af hvaða
gerð sem var. Reiptaglinu var hnýtt að högldinni við augað. Reipin
voru það löng, að þrívegis mátti fara yfrum partana, er bundið var.
Menn áttu mátulega mörg reipi utan um parta á eina lest og fylli-
lega það. Melreipið var dregið í högld utan um 3 parta, sem þannig
var fyrir komið, að tveir lágu saman í sandinum en hinn þriðji ofan
á. Hert var fast að, reipinu vafið tvisvar til þrisvar utan um part-
ana, síðan brugðið tryggilega undir og dregið í lykkju við högldina.
Ekki fengu hestarnir að taka niður í melnum, þar sem þeir vildu þá
rása og skemma. Viðstaðan var líka lítil sem engin, því að skamm-
an tíma tók að búa upp á lestina. Voru vanalega fjórir menn við það
starf og að setja upp. Melurinn fór vel á hesti, partarnir voru jafn-
stórir, og mellest var falleg á að líta. Fullorðnir karlmenn fóru á
milli. Verk þeirra var einnig að taka ofan, leysa úr og hlaða upp
í skrúfin. 1 flutningi voru öxin látin vísa upp á klyfjunum en stélin
(þ. e. stangarendar) niður. Heima á Herjólfsstöðum var mellestin
leidd í heygarð eða húsagarð, þar sem leyst var úr böndum og pört-
unum raðað í skrúf, sem gátu orðið það há, að þau náðu fullorðn-
um manni í holhönd.
Að skaka mel. Verkið við að ná melkorninu úr axinu var nefnt
að skaka mel. Alltaf var skekið á sama bletti á Herjólfsstöðum (vest-