Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 102
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sér að speglinum til að teikna sjálfan sig. Því miður skyggir hár Thor- valdsens á vangasvip myndarinnar, svo að erfitt er að þekkja hana. Samt kemur þessi spurning í hugann: Getur þetta verið brjóstlík- anið af Jóni Eiríkssyni? Hvorki lögun þess né stíll virðist girða fyrir játandi svar. Þetta virðist vera hin venjulega gerð með holu baki, ætluð til að standa á kringlóttum fæti. Líkanið sýnir mann með stuttklippt hár og yfir axlir er klæði í fellingum. Eins og áður er getið er brjóstlíkani Jóns Eiríkssonar lýst í ævi- sögunni eftir Svein Pálsson á eftirfarandi hátt: „Bílæti þetta var aðdáanlega fallegt, í fullri stærð og að nokkru leyti með rómverskri yfirhöfn (costume)“. Við getum þannig hugsað okkur að brjóstið hafi verið sveipað klæðafellingum í ætt við rómverska togu, á sama hátt og á brjóstlíkönum Hartmans Beekens (1743—1781) af bóka- söfnurunum miklu H. Hielmstierne og Otto Thott, sem bæði eru gerð um 1779—81 og sett upp í Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn. Klæðið um axlir líkansins á teikningunni kemur prýði- lega heim við lýsinguna „að nokkru leyti með rómverskri yfirhöfn". Brjóstlíkön Beekens af Hielmstierne og Thott eru með hárgreiðslu síns tíma, vöndlar við eyru og sítt hár aftur af hnakka, tekið saman með bandi. Ef hárbúnaðurinn á eirstungu Ólafs Ólafssonar væri settur á brjóstmynd Thorvaldsens, er auðvelt að hugsa sér hana í þess- ari hefðbundnu gerð. Lýsing Sveins Pálssonar, sem styðst við frá- sögn Bjarna Þorsteinssonar, greinir ekki frá hárbúnaði á brjóst- myndinni af Jóni Eiríkssyni. Brjóstmynd Thorvaldsens er með fremur stutt, lítillega hrokkið hár. Það er sú hárgreiðsla, sem köll- uð er „á la romaine" eða Titusarhár. Nú var ekki venja að sýna háttsetta embættismenn og aðra fyrirmenn með stutt hár, og fram úr hófi þótti sú tízka óviðeigandi, sem hingað barst með byltingunni, að láta snöggklippa sig. Til dæmis er þess að minnast að ekki var laust við að J. G. Rist, kornungur maður, væri enn árið 1797 grun- aður um jakobínisma, af því að hann hafði stuttklippt ópúðrað hár, og hann varð að skuldbinda sig til að láta hár sitt vaxa og púðra það þegar í stað, áður en hann gekk í þjónustu Schimmelmanns greifa sem ritari. Þar sem Jón Eiríksson var skrifstofustjóri í rentukammerinu hefði mátt búast við því að hann hefði verið sýndur með hárið greitt nokkurn veginn eftir tízku síns tíma, en hann var auk þess lærður maður, og um lærða menn gegndi öðru máli. Myndhöggvarinn gat alltaf leyft sér meira frelsi við lærdómsmann, heimspeking, skáld eða listamann. Þar var honum heimilt að leita til klassískra fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.