Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 25
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI
25
hans á þann hátt, að Guðmundur virðist vera honum innan hand-
ar16. Hið fyrra sinn er frá því sagt að Guðmundur hafi, líklega
skömmu eftir 1190, farið út í Svarfaðardal og þar hafi Þorsteinn
Skeggjason þá verið, „skrínsmiður og manna hagastur og tók mikið
kaup á skammri stundu“. En ekki fór hann betur með en svo, að
hann átti ekkert umfram mat og klæði. Tók Guðmundur hann til
sín og útvegaði honum seinna konu og staðfestu á Syðri-Bægisá í
öxnadal. 1 Guðmundar sögu er Þorsteinn ýmist kallaður gullsmiður
eða skrínsmiður, en í Landnámu aðeins smiður. í Páls sögu er hann
fyrst nefndur gullsmiður, en síðar skrínsmiður, þegar þess er getið,
að Páll biskup hugðist láta hann gera tabólu mikla fyrir altari í
dómkirkjunni, þótt ekkert yrði úr vegna þess að andlát biskups bar
að höndum. Sýnir sú frásögn, að Páll biskup hefur haldið tryggð
við Þorstein eftir að hann smíðaði skrínið, þó að helzt mætti láta
sér til hugar koma af Guðmundar sögu, að hann hafi verið heldur
ráðlítill maður. Hitt er engin ástæða til að véfengja, að Þorsteinn
Skeggjason hafi verið frægastur gullsmiður á Islandi. Trúlegt er,
að kaup sitt hið mikla, sem Guðmundar saga nefnir, hafi hann mest
fengið fyrir að smíða kirkjugripi, meðal annars helgidómaskrín.
Viðurnefnið skrínsmiður hefur hann ef til vill ekki hlotið fyrr en
hann hafði fengið orð á sig fyrir að hafa smíðað hið fræga skrín
heilags Þorláks í Skálholti.
Dómkirkjan í Skálholti brann árið 1309, nóttina fyrir Pálsmessu.
Heimildir um þennan atburð eru hinir fornu íslenzku annálar og
Laurentius saga biskups. Af heimildunum er ljóst að eldurinn var
talinn hafa komið úr lofti, eða með öðrum orðum að eldingu hafi
lostið niður í kirkjuna, og að furðu var talið gegna hve skjótt hann
vann á kirkjunni og hve lítið sást af ösku eftir brunann. Kirkjan
hefur eftir því brunnið til kaldra kola á skammri stundu.
Því miður eru heimildir næsta stuttorðar, og einkennilegt er að
þær skuli ekki geta Þorláksskríns nánar en þær gera. Séra Einar
Hafliðason (1307—1393) skrifaði Laurentius sögu, líklega um 1340,
og hann hlýtur að hafa haft ágætar frásagnir af hinum voveiflega
atburði. Hann segir svo í sögunni:
„Það varð til tíðinda á íslandi, sem mikil hörmung var í,
að brann kirkja í Skálholti næstu nótt fyrir Pálsmessu, svo
skjótt sem menn eta mat sinn drykkjarlaust. Var þá hvorki
eftir aska né kol, því að úr lofti ofan kom eldur sá“17.