Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 159
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1972
159
1 Skógum var endurreist gamalt eldhús frá Kvoslæk í Fljótshlíð
við baðstofuna, sem reist var 1970, og er nú þarna smám saman
að rísa sýnishorn af gömlum sunnlenzkum bæ, sett saman úr ein-
stökum húsum.
Á Selfossi var haldið áfram viðbyggingu við safnahúsið, en þess-
ari nýbyggingu er einkum ætlað að hýsa listasafn héraðsins, en við
þetta mun þó einnig rýmkast nokkuð um byggðasafnið. Sigurður
Guðjónsson á Eyrarbakka hefur um skeið unnið að byggingu húss
yfir skipið Farsæl frá Þorlákshöfn, sem Þjóðminjasafnið keypti á
sínum tíma, og er það hús nú komið undir þak. Ekki hefur skipið
verið flutt þangað, það er enn geymt í skúr niðri við sjóinn, en áform-
að er að hafa þar nokkuð af sjóminjum, eftir því sem rýmið leyfir.
Gísli Sigurðsson í Hafnai’firði vann mikið starf á árinu við að
flytja hluti þá, sem byggðasafnið í Hafnarfirði á, í betri geymslu,
merkja þá og ganga frá til skráningar. Er þó enn á huldu um fram-
tíðarstað fyrir safnið, en líklega verður það að minnsta kosti að
einhverju leyti í sambandi við hús Bjarna riddara Sívertsens. Byggða-
safnsnefndin lét á árinu ljúka viðgerð gamals báts með Engeyjar-
lagi, sem safnið hefur átt um skeið og var í eigu Helga í Melshús-
um. Var gerður seglabúnaður á bátinn og gengið frá honum eins
og hann hafði verið í öndverðu.
Gísli Gestsson og Halldór J. Jónsson safnverðir dvöldust á Reykj-
um í Hrútafirði nokkra daga í maí og skipulögðu geymslur safnsins
þar og komu hlutum fyrir að nýju. Ekki hafði unnizt tími til að
koma geymslunum í lag er safnið var sett upp, en nú er safnið á
Reykjum yfirleitt í prýðisgóðu standi.
Þjóðminjavörður ferðaðist til Neskaupstaðar, Eskifjarðar og
Skriðuklausturs í ágúst að beiðni byggðasafnsnefndar Austurlands
og átti viðræður við nefndina á Egilsstöðum. 1 ráði er að koma á
fót Safnastofnun Austurlands, sem annist og sjái um öll söfn í
landsfjórðungnum, önnur en bókasöfn. Eru það náttúrugripasafnið
í Neskaupstað, skjalasafn á Egilsstöðum, væntanlegt skógminja-
safn á Hallormsstað, byggðasafnið á Skriðuklaustri og ef til vill
safnið á Höfn, er stofnað verður, svo og hugsanlega bærinn á Burst-
arfelli. Aðalhvatamaður að þessari tilhögun er Hjörleifur Guttorms-
son kennari í Neskaupstað og standa vonir til, að með þessu móti
megi hleypa auknu lífi í byggðasafnið í landsfjórðungnum, en það
hefur að heita má verið lokað um langt árabil. Veldur því í og með
húsnæðisskortur á Skriðuklaustri, en nú standa vonir til, að úr
þeim málum rætist innan tíðar.