Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 160
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Húsafriðunamefnd.
Húsafriðunarnefnd hélt sjö fundi á árinu, en heldur þokar frið-
unarmálum nefndarinnar hægt. Hafa þau mál, sem hún hefur skotið
til menntamálaráðuneytisins, litla afgreiðslu fengið,
Nefndin ítrekaði enn tillögur sínar og beiðni um varðveizlu Bern-
höftstorfunnar svonefndu, en engin niðurstaða fékkst í því rnáli. Enn-
fremur ítrekaði hún friðunarbeiðni sína á stjórnarráðshúsinu gamla,
menntaskólahúsinu og bókhlöðu skólans, dómkirkjunni, alþingishús-
inu og Safnahúsinu við Hverfisgötu, en svar barst ekkert við þeim
tillögum. Þá lagði nefndin einnig til, að „Húsið“ og „Assistenta-
húsið“ á Eyrarbakka yrðu friðuð, en ekki hafði borizt svar við þeirri
friðunarbeiðni um áramót.
Sá takmarkaði árangur, sem orðið hefur af störfum húsafrið-
unarnefndar olli því, að Páll Líndal borgarlögmaður sagði sig úr
nefndinni með bréfi til menntamálaráðuneytisins 17. nóv. 1972.
REIKNINGUR
MINNINGARSJÓÐS ÁSU GUÐMUNDSDÓTTUR WRIGHT 1972
Dollarareikningur.
Efnahagsreikningur 81. desember 1972.
Eignir:
1. Verðbréf ............................................
2. Inneign hjá Manufacturers Hanover Trust Co. New York
$ 20.000,00
$ 1.417,46
Höfuðstóll:
Nettó eign 1/1 1972
$ 21.417,46
Skuldir:
............................. $ 21.417,46
á 97,60 = íkr. 2.090.344,10.
Rekstrarreikningur fyrir 1972.
Tekjur:
Vextir af hlaupar.......................................... Kr. 8.001,00
---- - Sp.áv.reikn.......................................... — 711,30
---- - dollaraverðbréfum.................................... — 139.392,00
Seldar bækur............................................... — 315,00
Kr. 148.419,30
Gjöld:
Kostnaður vegna heimsóknar Raftery árið 1971................. Kr. 3.219,00
Netto hagnaður............................................... — 145.200,30
Kr. 148.419,30