Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 121
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
121
kvíslar og Hraunþúfu, og Háubaðstofu, efst í Runubrúnum gegnt
Klaustri, og má í þessum nöfnum greina gamansemi leitarmanna
um þessi hreysi sín. En svo sem sjá má á þessu öllu var Klaustur
sjálfsagður náttstaður gangnamanna á haustin, sbr. 1.2, 1.3, 5.2.
4. Örnefni og munnmælasögur.
4.0. Auðséð er, að staðurinn og nafnið og jafnvel fleiri örnefni
hafa snemma valdið þjóðsagnamyndun. Kemur það berlega í ljós
þegar í elztu heimild um Hraunþúfuklaustur, jarðabókinni frá 1713,
sbr. 2.0, og gera má ráð fyrir, að slíkar sagnir hafi myndazt fyrr,
þótt ekkert verði um slíkt fullyrt sökum algerðrar þagnar heimilda.
Örnefnin og munnmælin eru samofin og verðvir því fjallað um
hvort tveggja í samfylgd í þeim punktum, sem hér fara á eftir.
4.1. HraunþúfukUmstur, nafnið. Jarðabókin nefnir staðinn einfald-
lega Hraunþúfuklaustur. Nafnið er sett saman úr tveimur nafnlið-
um, Hraunþúfa og Klaustur. Skal lítillega vikið að hinum fyrri lið,
en einkum þó hinum síðari.
Eftir því sem helzt má virðast eru menn ekki alveg á eitt sáttir
um hvað sé sjálf Hraunþúfan. Hallgrímur Jónasson kallar hiklaust
Hraunþúfu stapann sunnan Hraunþúfugils, þann sem nafntogaður
er fyrir það, hve glæfralegt er að ganga fram á hann. Um hann
segir aftur Margeir Jónsson, „sem sumir kalla Hraunþúfu eða Hraun-
þúfustapa“, en reynir svo að leiða líkur að því, að nafnið Hraun-
þúfa hafi upprunalega átt við hæsta melkollinn yzt í hrauninu norð-
ur frá múlanum og ber þar jafnvel fyrir sig sögusögn gamalla
manna, sbr. 3.1. Þetta mætti þó virðast vafasamt, enda bersýnilegt,
að Símon Dalaskáld hyggur að það sé hinn staðurinn sem heitir
Hraunþúfa, sbr. 2.7. Margeir virðist vera of bundinn hugmyndinni
um „þúfu“ í nútímamerkingu, en þessi nafnliður er algengur í fjalla-
nöfnum, svo að auðséð er, að orðið hefur haft víðtækari merkingu
fyrrum. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að stapinn eða höfðinn hefði
fengið nafn með þúfu sem öðrum lið. Hraun í þessu nafni er vita-
skuld í hinni algengu merkingu þar sem ekki eru eldhraun, þ. e. stór-
grýtt urð.
Nafnið Hraunþúfa skiptir ekki mjög miklu máli í því sambandi
sem hér um ræðir. Það gerir aftur á móti seinni liðurinn, klaustur.
Elzta heimild um staðinn kallar hann Hraunþúfuklaustur, 2.0. Séra
Jón Steingrímsson nefnir ekki nafn hans, 2.2. Næstelzta heimild
um nafnið, sem mér er kunn, er því Daniel Bruun, sem nefnir Hraun-