Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 121
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR 121 kvíslar og Hraunþúfu, og Háubaðstofu, efst í Runubrúnum gegnt Klaustri, og má í þessum nöfnum greina gamansemi leitarmanna um þessi hreysi sín. En svo sem sjá má á þessu öllu var Klaustur sjálfsagður náttstaður gangnamanna á haustin, sbr. 1.2, 1.3, 5.2. 4. Örnefni og munnmælasögur. 4.0. Auðséð er, að staðurinn og nafnið og jafnvel fleiri örnefni hafa snemma valdið þjóðsagnamyndun. Kemur það berlega í ljós þegar í elztu heimild um Hraunþúfuklaustur, jarðabókinni frá 1713, sbr. 2.0, og gera má ráð fyrir, að slíkar sagnir hafi myndazt fyrr, þótt ekkert verði um slíkt fullyrt sökum algerðrar þagnar heimilda. Örnefnin og munnmælin eru samofin og verðvir því fjallað um hvort tveggja í samfylgd í þeim punktum, sem hér fara á eftir. 4.1. HraunþúfukUmstur, nafnið. Jarðabókin nefnir staðinn einfald- lega Hraunþúfuklaustur. Nafnið er sett saman úr tveimur nafnlið- um, Hraunþúfa og Klaustur. Skal lítillega vikið að hinum fyrri lið, en einkum þó hinum síðari. Eftir því sem helzt má virðast eru menn ekki alveg á eitt sáttir um hvað sé sjálf Hraunþúfan. Hallgrímur Jónasson kallar hiklaust Hraunþúfu stapann sunnan Hraunþúfugils, þann sem nafntogaður er fyrir það, hve glæfralegt er að ganga fram á hann. Um hann segir aftur Margeir Jónsson, „sem sumir kalla Hraunþúfu eða Hraun- þúfustapa“, en reynir svo að leiða líkur að því, að nafnið Hraun- þúfa hafi upprunalega átt við hæsta melkollinn yzt í hrauninu norð- ur frá múlanum og ber þar jafnvel fyrir sig sögusögn gamalla manna, sbr. 3.1. Þetta mætti þó virðast vafasamt, enda bersýnilegt, að Símon Dalaskáld hyggur að það sé hinn staðurinn sem heitir Hraunþúfa, sbr. 2.7. Margeir virðist vera of bundinn hugmyndinni um „þúfu“ í nútímamerkingu, en þessi nafnliður er algengur í fjalla- nöfnum, svo að auðséð er, að orðið hefur haft víðtækari merkingu fyrrum. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að stapinn eða höfðinn hefði fengið nafn með þúfu sem öðrum lið. Hraun í þessu nafni er vita- skuld í hinni algengu merkingu þar sem ekki eru eldhraun, þ. e. stór- grýtt urð. Nafnið Hraunþúfa skiptir ekki mjög miklu máli í því sambandi sem hér um ræðir. Það gerir aftur á móti seinni liðurinn, klaustur. Elzta heimild um staðinn kallar hann Hraunþúfuklaustur, 2.0. Séra Jón Steingrímsson nefnir ekki nafn hans, 2.2. Næstelzta heimild um nafnið, sem mér er kunn, er því Daniel Bruun, sem nefnir Hraun-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.