Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 33
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI
33
við íslenzka alin, sem var um 57 sentimetrar34. Þegar Eggert segir
lengdina 3!/2 alin, á hann við málfaðm, en séra Þorsteinn segir „vel
faðms langt“, og kemur þetta þá vel heim. Lengdin hefur verið
hvorki meira né minna en nær 2 metrar. Á milli ber um hæðina.
Eggert segir hana 2alin, en séra Þorsteinn „hér um bil 2 álnir“.
Hér sýnist eðlilegt að treysta Eggert, úr því að aðalmálið, lengd-
in, reyndist munu vera rétt hjá honum. Skrínið hefur þá verið
um 1,40 m á hæð. Breiddin l1/* alin eða um 0,85 m, en á henni hefur
séra Þorsteinn ekki mál.
Að öllu athuguðu virðist ekki ástæða til að rengja mál Eggerts.
Skrínið hefur verið mjög stórt, og kemur það vel heim við að undur
þóttu að tvær konur gátu borið það út úr brennandi dómkirkjunni
1527.
1 sambandi við þessi mál Eggerts og séra Þorsteins rís upp dálítið
vandamál. Samkvæmt Páls sögu var skrín það sem Páll biskup lét
gera „betur en þriggja álna“. Nú er þar miðað við forna íslenzka
alin, sem mun hafa verið nær 49 sentimetrar að því er helzt má
ætla35. Skrínið hefur þá verið meira en 1,50 m að lengd. En hve
miklu meira? Ef það var eins langt og Eggert segir, hvers vegna
segir þá ekki höfundur Páls sögu, sem var nauðakunnugur í Skál-
holti, að skrínið hafi verið „fjögurra álna“? Það læðist sem sagt
fram sú spurning, hvort þetta sé eitt og sama skrínið, það sem Páls
saga lýsir og svo hitt sem Eggert sá og mældi. Er það hugsanlegt að
einhvern tíma hafi verið skipt um skrín heilags Þorláks? Eða brann
það árið 1309, sbr. hér að framan? Eða hefur því verið breytt?
Hefur það verið lengt þegar Brynjólfur biskup lét gera við það?
Þessum spurningum er víst ekki auðvelt að svara.
f heimildum er aðeins eitt atriði, sem gæti vakið þær hugleið-
ingar, að skipt kunni að hafa verið um skrín. f hinum fornu íslenzku
annálum er þess getið við árið 1292, að þá væri „skrínlagður" heil-
agur Þorlákur36. Þetta er endurtekið með ögn mismunandi orða-
lagi í hverjum annálnum á fætur öðrum, enda vitanlega samband
milli þeirra. Magnús Már Lárusson gerir ráð fyrir að þetta merki
ekkert annað en það, að þá hafi verið lokið kórbvggingu Árna biskups
Þorlákssonar og þetta ár hafi kórinn verið vígður og skríninu þá
komið fyrir yfir altarinu á nýjan leik37. Skrínlagning merkir þá
aðeins tilfærsla, translatio, hins helga dóms, og engin ástæða til að
ætla að nýtt skrín hafi verið gert, þótt svona sé að orði komizt. Slík
tilfærsla vegna endurbygginga hefur raunar oftar gerzt í Skálholti
án þess að heimildir geti um skrínlagningu, en ekki þarf það að af-
3