Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 88
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að verða snillingur. Varla kemur til mála að þetta hafi verið pönt- un. Listamaðurinn hefur verið of ungur og óþekktur til þess. Það var ekki fyrr en 1789, tveimur árum seinna, að hann fékk stóru silfurmedalíuna listaskólans fyrir lágmyndina Amor í hvíld. Samt hefur Guðmundur Kamban rithöfundur getið þess til (í Berlingske Aftenavis 6. ágúst 1940), að brjóstlíkanið sem Ferrini sá í kamersi Thorvaldsens hafi verið af Jóni Eiríkssyni (1728—1787), konfer- enzráði, skrifstofustjóra í rentukammerinu og yíirbókaverði við Konunglega bókasafnið. Guðmundur Kamban telur sjálfsagt að Jón Eiríksson hafi sjálfur pantað brjóstlíkanið af sér hjá Thorvaldsen. En engin samtímaheimild er til um það, Hins vegar er það alveg rétt að Thorvaldsen hefur mótað brjóstlíkan af Jóni Eiríkssyni. Því miður er myndin ekki til nú í heilu lagi. Andlitið eitt af slíku líkani af Jóni Eiríkssyni, sem á að vera eftir Thorvaldsen samkvæmt gamalli og áreiðanlegri heimild, er í Þjóðminjasafni Islands í Reykja- vík. Heimildin er Ævisaga Jóns Eiríkssonar eftir Svein Pálsson Kph. 1828. Þar er brjóstlíkans Thorvaldsens af Jóni Eiríkssyni getið á þessa lund: „Loksins er þess hér að minnast, að sá nafnfrægi bílætasmiður, riddari Bertel Thorvaldsen, hefir mótað (módellerað) brjóstbílæti af konferenzráði Erichsen, en óvíst er, nær þetta er skeð. Bílæti þetta er gjört af gips eður krítjarðartegund, er Erichsen sjálfur hafði látið koma frá Islandi í þeim tilgangi að útbreiða brúkun hennar, í staðinn fyrir þess konar jörð, er Danskir kaupa frá útlöndum. Bílæti þetta var aðdáanlega fallegt, í fullri stærð og að nokkru leyti með rómverskri yfirhöfn (costume); hvað andlitið snertir yfrið líkt því hér að ofan nefnda andlitsmálverki, og að þeirra manna sögn, er séð hafa Erichsen, hans lifandi eftirmynd. Herra etazráð, leyndar- skjalavörður og riddari G. Thorkelín prýddi lengi þar með, eins og með öðrum fágætum kunstarverkum, sitt ágæta bókasafn, þangað til hann árið 1825 skenkti það amtmanni B. Thorsteinsson, sem eitt annars margfaldlega ítrekað merki upp á sína velvild og vináttu. En á ferðinni hingað til lands vildi sú óheppni til, að sú kista, hvar í bílætið var niðurlagt, hafði annaðhvort af ógætilegri meðferð eður af skipsins hræringu liðið svo stóran skaða, að það, nær hún var opnuð, fannst brotið, og ei annað algjörlega heilt en sjálf andlits- myndin, hverja eigandinn geymir í skulduga þakklætis endurminn- ing, bæði við þann er gaf, sem og við þann sjaldgæfa höfðingja, hvörs ævisaga hér með endast“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.