Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 122
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þúfuklaustur, Klaustur eða Klausturhóla, 2.4 og 2.5. Að því er Mar-
geir Jónsson segir eftir dalabúum var algengast að nota nafnið
Klaustur, og það í fleirtölu. Eftir Hjálmari Þorlákssyni, sem bjó á
Þorljótsstöðum, en var lengi síðan kenndur við Villingadal í Eyja-
firði, hefur Margeir þetta: „Við (þ. e. Vesturdalsbúar) sögðum æv-
inlega „fram á Klaustur“ eða „fram að Klaustrum". Aftur á móti
segir Margeir að utar í héraðinu hafi verið algengara að segja „fram
að Klaustri".
Og nú kemur sú spuming, sem margir hafa velt fyrir sér. Hvers
vegna heitir þessi staður Klaustur? Margeir Jónsson hugsar sér,
að hann sé staddur á háa melkollinum, sem hann taldi að væri hin
upprunalega Hraunþúfa (sem ekki skiptir máli í þessu sambandi).
Þaðan er mjög góð sýn yfir allt dalverpið. Margeir segir (bls. 176):
„Frá þessum stað séð liggur skýring á nafninu opin fyrir:
Hér hefur búið latínulærður maður og kallað staðinn á latínu
Claustrum (þ. e. hið innilukta), enda er ýmist sagt í daglegu
máli: „að Klaustrum“ eða „á Klaustur". Staðurinn hefur því
getað fengið nafn sitt af landslaginu, og þó útilokar það ekki
að hér hafi munklifnaður risið upp, þó að sumt mæli þar á móti“.
1 þessum ummælum er leikið nokkuð svo tveimur skjöldum. Það
er bersýnilegt, að Margeiri hefur þótt mjög líklegt, að nafnið staf-
aði af því, hve staðurinn er sérkennilega inniluktur á allar hliðar,
en vill þó ekki sleppa hugmyndinni um raunverulegt klaustur þarna.
Verður því ekki neitað að fyllilega kemur til greina, að staðnum sé
gefið nafn eftir þessu staðháttaeinkenni, og vafalaust þurfti ekki
til þess latínulærðan mann og þaðan af síður, að hann þyrfti að eiga
heima á staðnum. Þessi staður hefur vitanlega verið vel þekktur
frá upphafi byggðar í Skagafirði, og menn hafa snemma haft hug-
mynd um, að klaustur væri eitthvað, sem væri afvikið og innilukt,
litill heimur fyrir sig.
Annar möguleiki er svo sá, sem ég hef sjálfur bent á, 1.2 og 1.3,
að nafnið hafi skapazt við skraf leitarmanna, þegar þeir hírðust
þar við vosbúð á haustnóttum, því að víst er, að Hraunþúfuklaust-
ur var aðsetur leitarmanna, sbr. 2.10, og hefur trúlega verið svo
um aldir. Svipuð skopvísi kæmi þá fram í nafninu Klaustur og í
nöfnunum Bjartabaðstofa og Háabaðstofa, sbr. 3.2. Fróðlegt er að
sjá að leitarmannabyrgi á Mývatnsöræfum heitir rétt og slétt Klaust-
ur, sbr. 1.2. Það sýnir, að hugsanagangur minn er ekki fjarri öllu
lagi, þótt fráleitt væri að leggja þunga áherzlu á skýringartilraun,
sem varpað er fram svona til athugunar, í gamni og alvöru.