Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 122
122 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þúfuklaustur, Klaustur eða Klausturhóla, 2.4 og 2.5. Að því er Mar- geir Jónsson segir eftir dalabúum var algengast að nota nafnið Klaustur, og það í fleirtölu. Eftir Hjálmari Þorlákssyni, sem bjó á Þorljótsstöðum, en var lengi síðan kenndur við Villingadal í Eyja- firði, hefur Margeir þetta: „Við (þ. e. Vesturdalsbúar) sögðum æv- inlega „fram á Klaustur“ eða „fram að Klaustrum". Aftur á móti segir Margeir að utar í héraðinu hafi verið algengara að segja „fram að Klaustri". Og nú kemur sú spuming, sem margir hafa velt fyrir sér. Hvers vegna heitir þessi staður Klaustur? Margeir Jónsson hugsar sér, að hann sé staddur á háa melkollinum, sem hann taldi að væri hin upprunalega Hraunþúfa (sem ekki skiptir máli í þessu sambandi). Þaðan er mjög góð sýn yfir allt dalverpið. Margeir segir (bls. 176): „Frá þessum stað séð liggur skýring á nafninu opin fyrir: Hér hefur búið latínulærður maður og kallað staðinn á latínu Claustrum (þ. e. hið innilukta), enda er ýmist sagt í daglegu máli: „að Klaustrum“ eða „á Klaustur". Staðurinn hefur því getað fengið nafn sitt af landslaginu, og þó útilokar það ekki að hér hafi munklifnaður risið upp, þó að sumt mæli þar á móti“. 1 þessum ummælum er leikið nokkuð svo tveimur skjöldum. Það er bersýnilegt, að Margeiri hefur þótt mjög líklegt, að nafnið staf- aði af því, hve staðurinn er sérkennilega inniluktur á allar hliðar, en vill þó ekki sleppa hugmyndinni um raunverulegt klaustur þarna. Verður því ekki neitað að fyllilega kemur til greina, að staðnum sé gefið nafn eftir þessu staðháttaeinkenni, og vafalaust þurfti ekki til þess latínulærðan mann og þaðan af síður, að hann þyrfti að eiga heima á staðnum. Þessi staður hefur vitanlega verið vel þekktur frá upphafi byggðar í Skagafirði, og menn hafa snemma haft hug- mynd um, að klaustur væri eitthvað, sem væri afvikið og innilukt, litill heimur fyrir sig. Annar möguleiki er svo sá, sem ég hef sjálfur bent á, 1.2 og 1.3, að nafnið hafi skapazt við skraf leitarmanna, þegar þeir hírðust þar við vosbúð á haustnóttum, því að víst er, að Hraunþúfuklaust- ur var aðsetur leitarmanna, sbr. 2.10, og hefur trúlega verið svo um aldir. Svipuð skopvísi kæmi þá fram í nafninu Klaustur og í nöfnunum Bjartabaðstofa og Háabaðstofa, sbr. 3.2. Fróðlegt er að sjá að leitarmannabyrgi á Mývatnsöræfum heitir rétt og slétt Klaust- ur, sbr. 1.2. Það sýnir, að hugsanagangur minn er ekki fjarri öllu lagi, þótt fráleitt væri að leggja þunga áherzlu á skýringartilraun, sem varpað er fram svona til athugunar, í gamni og alvöru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.