Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 103
BRJÓSTLÍKAN THORVALDSENS AF JÓNI EIRÍKSSYNI 103 mynda. Meira að segja voru til fræg fordæmi um slíkt, og ekki er ólíklegt að afsteypur af þvílíkum klassískt innblásnum brjóstlíkön- um hafi verið þekktar í Kaupmannahöfn, til dæmis myndsúla Jean Antoine Houdons (1741—1828) frá 1778 af Rousseau, þar sem heimspekingurinn er klæddur í fellingaflík „á l’antique" og með snöggt hár og bandi vafið um. Myndhöggvarinn Nicolai Dajon (1748 —1823), sem var sannarlega enginn brautryðjandi, hefur mótað sagnfræðinginn P. F. Suhm á svipaðan hátt með snöggt hár á mynd- súlu í Konunglega bókasafninu. Suhm hefur ekki fellda skikkju sem líkist rómverskri togu, en þess í stað kyrtil með fornu sniði og ein- hvers konar fellingaklæði yfir aðra öxlina. Fróðlegt væri ef unnt væri að ganga úr skugga um hvor sé eldri, myndin af Suhm eða Jóni Eiríkssyni. Ég er helzt á að það sé mynd- in af Suhm. Að uppsetningu og búningi er hún dálítið skyld brjóst- líkani Hartmans Beekens af Ewald frá um 1780, en er þó miklu þurrlegri í formi en hún og vantar alveg þann andlega svip sem hún hefur. Að mínu áliti er ekkert því til fyrirstöðu að brjóstlíkanið á sjálfs- mynd Thorvaldsens geti verið líkanið af Jóni Eiríkssyni. Hvorki enni, auga né skilin milli ennis og nefs er í ósamræmi við grím- una. Til öryggis verðum við þó að rannsaka hvort mögulegt sé að brjóstlíkanið á sjálfsmyndinni geti verið af öðrum en Jóni Eiríks- syni. Thorvaldsen hafði þegar mótað marga myndskildi bæði af fyrirmönnum og óbreyttum efnuðum borgurum árið 1793. Hann var þá á góðri leið að verða þekktur maður, eftir að hann hafði unnið stóru gullmedalíu listaháskólans hinn 14. ágúst. Eina brjóstlíkan Thor- valdsens sem varðveitzt hefur heilt frá því fyrir Rómarferð hans, er líkanið af A. P. Bernstorff greifa og forsætisráðherra. Til eru af því mörg gifseintök, og er eitt þeirra nú í Thorvaldsenssafni. En líkanið af Bernstorff er áletrað og ársett 1795, og hárgreiðsla og klæðaburður er þar að auki greinilega frábrugðinn því sem er á líkaninu á teikningunni. Fyrir brottför sína á Thorvaldsen enn frem- ur að hafa mótað brjóstlíkan af heimspekingnum og búnaðarfröm- uðinum Tyge Rothe, en að því er Thiele segir ekki fyrr en eftir dauða hans, en hann dó 15. desember 1795. Þetta brjóstlíkan kemur því ekki heldur til greina. 1 ævisögu Thorvaldsens segir Thiele smásögu, sem virðist bera það með sér að Thorvaldsen hafi gert brjóstlíkan af myndhöggvara Hólms- ins, Frederik Christian Willerup (1742—1819). „Árið 1796, þegar Rómarferð Thorvaldsens var ráðin, hafði skreytingamyndhöggvar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.