Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 129
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
129
að marka það, sbr. 4.3. En hvað er þá miðliðurinn — fernis —? Lík-
lega afbökun úr einhverju, en ekki hefur mér dottið neitt gott í
hug í því sambandi. Má því með sanni segja, að þessi skýring haitri
eigi alllítið. Þó skal ég ekki leyna því, að enn finnst mér líklegast,
að fyrsti liðurinn í þessu einkennilega örnefni sé sú góða gamla
íslenzka orðmynd Hóla-. Víðtækur örnefnasamanburður gæti ef til
vill varpað Ijósi á miðliðinn, -fernis-, en það verður ekki reynt hér.
Og þá er það hinn möguleikinn, sá sem menn hafa aðhyllzt hing-
að til vangaveltulaust: Að þarna sé biblíunafnið Hólófernis, sem
sumir segja að smali ábótans hafi borið, sbr. 4.9, en aðrir hafa
tengt hugmyndum sínum um munklífi í Hraunþúfuklaustri.
Frá Hólófernis (eða Hólófernes) biblíunnar er sagt í Júditarbók,
sem er eitt af apókrýfu ritunum. Hann var yfirhershöfðingi Nebú-
kadnesars Assyríukonungs og tók herskildi fjölda landa honum til
handa allt þar til hann kom til Gyðingalands. Gyðingar vildu ekki
gefast upp fyrir ofurefli hans, en bjuggust fyrir í virki á Betýlúu-
fjalli. En Assýríumenn umkringdu fjallið með ógrynni liðs og Gyð-
ingar örvæntu. Þá kom til sögunnar ung og fögur ekkja, sem Júdit
hér. Hún bjó sig í sitt bezta skart og fór með þernu sinni niður af
fjallinu og kom sér með kænsku inn í herbúðir Hólófernis. Er skammt
af að segja, að hann varð yfirkominn af fegurð hennar og orðvizku.
Gerði hann veizlu mikla og hugðist njóta konunnar, en gætti sín
ekki við drykk og sofnaði út af, rétt í þann mund þegar hann var
orðinn einn með henni í tjaldi sínu. Júdit náði þá sverði hans og
sneið af honum höfuðið. Fékk hún það í hendur þernu sinni, sem
lét það í malpoka, og síðan laumuðust þær út úr herbúðunum og kom-
ust heilu og höldnu með Hólófernis höfuð upp á Betýlúufjall til
sinna manna. Urðu nú skjót umskipti. Gyðingar fylltust vígamóði,
hengdu Hólófernis höfuð upp á múrvegginn og bjuggust til að gera
árás, en Assýríumenn urðu að sama skapi ráðvilltir þegar þeir fundu
Hólófernes höfuðlausan. Flýði her þeirra undan sókn Gyðinga, sem
þannig sluppu frá ánauð fyrir ráðsnilld og hugrekki Júditar.
Júditarbók er fyrst prentuð á íslenzku í Guðbrandsbiblíu 1584.
Þar er hershöfðinginn vondi alltaf kallaður Holofemes, í eignarfalli
Holofernis. Eins er þetta í Rímuni af Júdit, sem séra Einar Sig-
urðsson orti að ráði Guðbrands biskups og prentaðar eru í Vísna-
bókinni frá 1612 (2. útg. 1747). Af þessum ritum, biblíunni og vísna-
tókinni, hefur Islendingum orðið vel kunnugt um söguna af Júdit
og Hólofernesi. En óhugsandi má telja að nokkur Islendingur hafi
borið nafn hins grimma og fyrirlitlega hershöfðingja, þótt nafn
9