Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 111
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
111
Höfundar bókarinnar hafa ekki farið inn í Hraunþúfuklaustur. Ljóst
er, að þjóðsagnamyndun um Hraunþúfuklaustur hefur verið komin
í gang um 1700. En ekkert verður um það sagt, hve gömul munn-
mælin eru, né heldur hvort þau hafa verið fjölþættari en fram kem-
ur í bókinni.
2.1. Rétt er að nefna, að Kr. Kálund getur Hraunþúfuklausturs í
Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island II, Kph.
1879, bls. 69—70. En það er aðeins tilvitnun til jarðabókarinnar
(2.0) og hefur ekkert heimildargildi. Kálund kom aldrei inn í Skaga-
fjarðardali (sbr. Árbók 1960, bls. 102—103) og virðist ekkert hafa
spurzt fyrir um Hraunþúfuklaustur.
2.2. Næstelzta heimild um Hraunþúfuklaustur er Ævisaga séra
Jóns Steingrímssonar, sem hann mun hafa skrifað um 1780 eða litlu
síðar. Þar segir hann meðal annars frá afasystur sinni, Guðnýju
Stefánsdóttur, sem kunni einhver ósköp af trölla- og draugasögum
og alls konar fornum fræðum. I útg. sögunnar Reykjavík 1945, bls.
10—11, segir svo:
„Hún hafði og séð þá klukku, sem fannst í jörðu að yfirhvolfdu
kjaraldi í nokkru plássi fyrir framan Hof í Skagafjarðardöl-
um; skyldi þar áður hafa verið eitt klaustur og eyðilagzt í
stóru plágunni 1404. Veit nú enginn til þessa. Á greindri klukku
stóðu þessi orð: Vox mea est bamba, possum depellere Satan.
Það þýðir: Mitt hljóð er bamba, burt rek eg satan. Var sú
klukka flutt að Goðdölum, en nú síðar umsteypt". Sjá 4.7.
2.3. Fyrstur fræðimanna kom Daniel Bruun í Hraunþúfuklaust-
ur árið 1897. Hjá honum fóru saman hörkudugnaður og góð dóm-
greind. Þrjár eru útgáfur á lýsingu hans og verða allar birtar hér
orðrétt. Hin fyrsta birtist í Geografisk Tidsskrift undir titlinum
Gjennem affolkede Bygder paa Islands indre Hojland, en síðan
sem fylgirit Árbókar 1898 ásamt nokkuð aukinni íslenzkri útgáfu,
sem ber nafnið Nokkurar eyðibyggðir í Árnessýslu, Skagafjarðar-
dölum og Bárðardal. Danska afbrigðið er á þessa leið, bls. 25:
„Fra Hringanes (sem er eitt af eyðibólunum í Vesturdal)
vedbliver Dalen paa en Strækning af tre Fjerdingvejs Længde
at være saa smal, at den er ubeboelig. Endelig ved Klaustur
(Hrauntuekloster) findes det sydligste Punkt, som har været
beboet. Der ligger en idyllisk lille Plet paa Hovsaaens vestre
Side. Til begge Sider af Dalen hæve sig stejle Fjældsider.