Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 79
BAÐSTOFAN OG BÖÐ AÐ FORNU 79 stæða svitabað36. Og þá vil ég vísa til þess sem síðar segir um bo- stadsbastur og utmarksbastur. Eins og að framan er sagt geta fornritin oft um baðstofur og menn hafa áætlað að þær hafi upprunalega verið til baða en siðurinn lagzt af einkum vegna eldsneytisskorts. Þannig hafa menn reynt að skýra baðstofunafnið. Frumstæðir grjótofnar með sótugum sprungnum steinum hafa verið í flestum húsunum sem menn hafa talið baðstof- ur. Á þessa steina sjóðheita hafi verið gefið vatn til að mynda gufu- bað. öldum síðar en hér um ræðir, á ofanverðri 16. öld, lýsir Arn- grímur lærði Jónsson frumstæðu grjótofnunum í íverubaðstofum hérlendis (í þýðingu samtímamanns Arngríms) : „... vær hofum badstofur oc j þeim öna sem eru giorder af griöte oc hellusteinum(m) oc eru þeir hier tydkader oc brukader med tvennu mote sa eine til elldre önahattz er af ovöndudum steinum(m) cg griote upp vm(m) hvort griot er ofan a þversteinum(m) önsins liggur ad logan(n) leggur. Og so sem ornin(n) er nu af kyndingun(n)e edr elldenum(m) nögu heitr ordin(n) oc badstofan(n) er rokin(n) þa er gefid kolldu vatne a þa bren(n)heitu Önsteina, huar af ad hitan(n) noglega legg- ur vpp vm(m) allt hused, huorium hita bæde torfveggerner z torf- þaked vel helldur oc forvarar." Hinn yngri „ónaháttur“, ofnsmíði eftir erlendri fyrirmynd, „er ecke fyrer 50 árum vppteked"37. Hér er sumsé lýst hreinni upphitun og lofthreinsun, þ. e. „kynt til híbýla- bótar“ eins og Páll Vídalín orðar það38. En steinar hafa sótazt og sprungið við þetta. Aðferðin gæti verið forn. Arngrímur Jónsson segir í framhaldi af þessu að þessi aðferð sé vel þénanleg til að kynda bað, „so .... hefe eg lesed ad utanlands sie sidur til sum- stadar.“ En íslendingar gera það ekki og Arngrímur minnist ekki á að þeir hafi gert það að fornu. Ekki hefði landanum veitt af að þvo sér á tímum Arngríms og samtímamanns hans, Odds Einars- sonar biskups, en sá síðarnefndi vekur einmitt athygli á því að áðurnefndir grjótofnar eru þannig gerðir „að reykurinn kemst að- eins út um sjálft opið, en þar sem það snýr inn, verða baðstofurnar alltaf fullar af reyk, en sá einn hlutur spillir mörgum húsum, sem annars eru í sjálfu sér óaðfinnanleg.“39 Þetta sýnir að ekki dugir að beita nútímamati á hreinlæti forfeðra okkar. Það er að falsa allt fyrir sjálfum sér. Samkvæmt rannsókn I. Talves hafa baðstofur til baða verið óþekkt- ar meðal bændafólks á miðöldum alls staðar á Norðurlöndum nema íslandi og Grænlandi. Þau hús sem kölluð voru baðstofur á Norð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.