Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 25
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI 25 hans á þann hátt, að Guðmundur virðist vera honum innan hand- ar16. Hið fyrra sinn er frá því sagt að Guðmundur hafi, líklega skömmu eftir 1190, farið út í Svarfaðardal og þar hafi Þorsteinn Skeggjason þá verið, „skrínsmiður og manna hagastur og tók mikið kaup á skammri stundu“. En ekki fór hann betur með en svo, að hann átti ekkert umfram mat og klæði. Tók Guðmundur hann til sín og útvegaði honum seinna konu og staðfestu á Syðri-Bægisá í öxnadal. 1 Guðmundar sögu er Þorsteinn ýmist kallaður gullsmiður eða skrínsmiður, en í Landnámu aðeins smiður. í Páls sögu er hann fyrst nefndur gullsmiður, en síðar skrínsmiður, þegar þess er getið, að Páll biskup hugðist láta hann gera tabólu mikla fyrir altari í dómkirkjunni, þótt ekkert yrði úr vegna þess að andlát biskups bar að höndum. Sýnir sú frásögn, að Páll biskup hefur haldið tryggð við Þorstein eftir að hann smíðaði skrínið, þó að helzt mætti láta sér til hugar koma af Guðmundar sögu, að hann hafi verið heldur ráðlítill maður. Hitt er engin ástæða til að véfengja, að Þorsteinn Skeggjason hafi verið frægastur gullsmiður á Islandi. Trúlegt er, að kaup sitt hið mikla, sem Guðmundar saga nefnir, hafi hann mest fengið fyrir að smíða kirkjugripi, meðal annars helgidómaskrín. Viðurnefnið skrínsmiður hefur hann ef til vill ekki hlotið fyrr en hann hafði fengið orð á sig fyrir að hafa smíðað hið fræga skrín heilags Þorláks í Skálholti. Dómkirkjan í Skálholti brann árið 1309, nóttina fyrir Pálsmessu. Heimildir um þennan atburð eru hinir fornu íslenzku annálar og Laurentius saga biskups. Af heimildunum er ljóst að eldurinn var talinn hafa komið úr lofti, eða með öðrum orðum að eldingu hafi lostið niður í kirkjuna, og að furðu var talið gegna hve skjótt hann vann á kirkjunni og hve lítið sást af ösku eftir brunann. Kirkjan hefur eftir því brunnið til kaldra kola á skammri stundu. Því miður eru heimildir næsta stuttorðar, og einkennilegt er að þær skuli ekki geta Þorláksskríns nánar en þær gera. Séra Einar Hafliðason (1307—1393) skrifaði Laurentius sögu, líklega um 1340, og hann hlýtur að hafa haft ágætar frásagnir af hinum voveiflega atburði. Hann segir svo í sögunni: „Það varð til tíðinda á íslandi, sem mikil hörmung var í, að brann kirkja í Skálholti næstu nótt fyrir Pálsmessu, svo skjótt sem menn eta mat sinn drykkjarlaust. Var þá hvorki eftir aska né kol, því að úr lofti ofan kom eldur sá“17.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.