Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 52
52 ÁRBÓTC FORNLEIFAFÉLAGSINS um handtökum, sem auðveldara er að lýsa með Ijósmynd en orðum. Lýsing Sæmundar Hólm á þessu verki í ritgerð hans er þó afburða glögg og nákvæm. Bundið var með einu bendi utan um hvern mel- part, snúið á bendisendana og brugðið undir á báða vegu. Karlmenn báru melpartana saman í hlaða, sem nefndist skrúf eða mélskrúf. 1 melskrúf var lögð niður tvöföld röð af pörtum þannig, að öx horfðu inn að miðju. Fleiri lög af pörtum voru lögð þar ofan á með sama hætti. Efst voru partar lagðir langsum eftir miðju skrúf- inu, um samskeytin, til hlífðar gegn vætu eða regni. Stærðin á skrúfi fór eftir því, hvað melurinn var þéttur í hverju einstöku melastykki. Mest man Hannes Hjartarson eftir 10 hestburðum í skrúfi, en gott þótti ef þeir voru 5. Vanalega voru 5 hestar í lest frá hvoru heimili á Herjólfsstöðum, og þótti þá gott að hafa á lestina úr skrúfi. Melpartar, sem voru lagðir í klyf, voru bundnir saman með um þriggja faðma löngu mélrevpi. Reipið var aðeins eitt reiptagl og rneð einni högld. Uppgjafa heybandsreipi voru oft notuð í melreipi, og gat melreipið þá verið með legutagli úr sumtagi. Að öðru voru melreipi annars úr strandkaðli eða hrosshári. Hagldir voru með ýmsu móti, oft giftar hornhagldir en gátu annars verið af hvaða gerð sem var. Reiptaglinu var hnýtt að högldinni við augað. Reipin voru það löng, að þrívegis mátti fara yfrum partana, er bundið var. Menn áttu mátulega mörg reipi utan um parta á eina lest og fylli- lega það. Melreipið var dregið í högld utan um 3 parta, sem þannig var fyrir komið, að tveir lágu saman í sandinum en hinn þriðji ofan á. Hert var fast að, reipinu vafið tvisvar til þrisvar utan um part- ana, síðan brugðið tryggilega undir og dregið í lykkju við högldina. Ekki fengu hestarnir að taka niður í melnum, þar sem þeir vildu þá rása og skemma. Viðstaðan var líka lítil sem engin, því að skamm- an tíma tók að búa upp á lestina. Voru vanalega fjórir menn við það starf og að setja upp. Melurinn fór vel á hesti, partarnir voru jafn- stórir, og mellest var falleg á að líta. Fullorðnir karlmenn fóru á milli. Verk þeirra var einnig að taka ofan, leysa úr og hlaða upp í skrúfin. 1 flutningi voru öxin látin vísa upp á klyfjunum en stélin (þ. e. stangarendar) niður. Heima á Herjólfsstöðum var mellestin leidd í heygarð eða húsagarð, þar sem leyst var úr böndum og pört- unum raðað í skrúf, sem gátu orðið það há, að þau náðu fullorðn- um manni í holhönd. Að skaka mel. Verkið við að ná melkorninu úr axinu var nefnt að skaka mel. Alltaf var skekið á sama bletti á Herjólfsstöðum (vest-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.