Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 7
ELSA E. GUÐJÓNSSON
UM ROKKA,
EINKUM MEÐ TILLITITIL
SKOTROKKA5*-
Stöngin fylgir strokki,
strákur dánumannsflokki,
snældu snúðr og hnokki,
snúningshjólið rokki;
Hallgrímur Pétursson.1
Þó svo að Hallgrímur Pétursson (1614-1674) nefni snúningshjól á rokki
í einu kvæða sinna og Stefán Ólafsson (urn 1619-1688) hafi ort gátu um
fótstiginn spunarokk2 - enda báðir sigldir menn - mun, allt frá landnámi
og fram á 18. öld, eingöngu hafa verið spunnið á halasnældu hér á landi.
Fáein dæmi eru um hjólrokka á íslandi snemma á 18. öld; ekki fóru þeir
þó að berast hingað að neinu ráði fyrr en um miðja öldina, og algengir
urðu þeir ekki með landsmönnum fyrr en á 19. öld. Lengi vel var spunnið
á halasnældu meðfram, og fram yfir miðja 20. öld tíðkaðist enn í bland að
tvinna á halasnældu.3
’('Kveikjan að þessari ritsmíð var fyrirspurn urn rokka sem höfundi barst að áliðnum
vetri, en af henni leiddi að ljóst varð að þörf væri greinargerðar um rokka almennt
og um skotrokka, einkum þó skotrokka á íslandi, sérstaklega. Samantekt þessi er
því unnin með tvö sjónarmið í huga: annars vegar að gefa stutt yfirlit yfir þróun
rokka í Evrópu frá fyrstu tíð og hins vegar að gera nokkra grein fyrir rokkspuna
og rokkum á íslandi, sér í lagi skotrokkum og muninum á handknúnum og fót-
stignum rokkum með því nafni.