Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 13
UM ROKKA
17
8. mynd. Karlmaður spinnur á handknúinn skotrokk, kona dregur sokk á sokkatré. Þjóðlífs-
mynd á uppdrætti afFæreyjum eftir Born,frá 1791. Úr Joensen, bls. 150.
Handknúnir spunarokkar
Undir lok 15. aldar verður vart við aðra gerð af rokkum í Evrópu, spuna-
rokka með sérstökum snælduumbúningi með hnokkatré og rokksnældu.
Rokkar þessir voru með hliðarhjóli eins og skotrokkarnir, en allir minni
um sig en þeir og með minna hjóli. Spunarokkarnir voru að vísu hand-
snúnir í fyrstu, en höfðu þann kost fram yfir skotrokkana að spuninn fór
fram í einum áfanga: þráðurinn vast upp á rokksnælduna jafnóðum og
hann spannst, og stjórnaði því svokallað hnokkatré með hnokkum.
Elsta þekkta mynd af spunarokki er sögð vera í svissnesku handriti frá
um 1480 (10. mynd),32 og frá svipuðum tíma, um 1490, hefur varðveist
teikning eftir Leonardo da Vinci af rokki með þess háttar umbúnaði, en
ekki er da Vinci þó talinn upphafsmaður að honum.33 Elsta mynd af konu
að spinna á slíkan rokk mun vera frá 1513 (11. mynd), en handknúnir
spunarokkar með hliðarhjóli voru enn í notkun á 17. öld, og sjást á mynd-
um frá þeim tíma.34
Fótstignir spunarokkar
Ekki er vitað hvenær fótstignir rokkar komu fyrst til sögunnar,35 en talið
er að þeir hafi orðið algengir er líða tók á 17. öld. Er að sjá sem spunarokkar
með hliðarhjóli hafi frá upphafi og fram til loka 18. aldar verið með ská-
settum palli; höfundur hefur að minnsta kosti ekki í tiltækum ritum kornið
auga á annað (12. mynd).36 Var snælduumbúnaðinum komið fyrir milli