Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
9. mynd. Spunastofa í þýskri vefsmiðju. Spunnið á handknúna skotrokka. Koparstunga frá
1728, höfundur óþekktur. Ur Baines, bls. 57.
standara við hærri enda pallsins, en hjólinu við þann lægri. Erlendis tíðkast
enn rokkar með þessu lagi,37 en ekki er vitað um menjar þeirra hér á landi.
A 17. öld fór einnig að bera á svonefndum standrokkum, fótstignum
spunarokkum þar sem snælduumbúnaði með hnokkatré og rokksnældu
var komið fyrir yfir rokkhjólinu (13. mynd). Sagt er að rokkar með slíku
fyrirkomulagi hafi verið hluti af innanstokksmunum hefðarfólks í Frakk-
landi þegar á 16. öld, en elsta mynd af standrokki sem höfundur veit um
er á hollensku málverki frá árunum 1650-1677.38 Nærtækar heimildir benda
til að þessi gerð rokka, sem varð mjög algeng í Danmörku og átti eftir að
verða sú langalgengasta á Islandi, hafi í fyrstu borist til Norðurlanda frá
Hollandi og Þýskalandi og þá frekast verið höfð til línspuna.39
Ný gerð af fótstignum spunarokki, með hliðarhjóli og tveimur láréttum
pöllum, misstórum, varð áberandi á 19. öld. Á neðri, lengri pallinum40 var
nokkurs konar grind eða girðing utan um rokkhjólið að hluta. Snælduum-
búnaðinum var hins vegar komið fyrir á efra, styttra palli, eða stóli,41 sem
festur var við framanverðan neðri pallinn með tveimur eða fjórum fram-
stólpum (framstöndurum).42 Eftir þeim heimildum sem höfundur hefur
haft undir höndum gerði rokkur þessi að líkindum fyrst vart við sig í
Danmörku; hlaut hann þar heitið skamlerok, og hefur verið talið að hann