Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 17
UM ROKKA
21
12. mynd. Fótstiginn spunarokkur með skásett-
um palli. Úr Olsen, bls. 22.
standrokkur. Úr Olsen, bls. 26.
kambar og grófir og fínir karrar hafi komið með vefsmiðjunni og enn frem-
ur einn skotrokkur, auk þess sem spunnið var á spunarokk og snældu.59
Um skotrokkspunann skrifar Magnús í skýrslu sinni:
Hann skal ei einasta vera brúkadur vid allar Fabriqver hvar sem hellst eru utann-
lands vegna flyters, helldur sierdeiles vegna Spunans linleika, því allt hvad stamp-
ast [þ.e. þæfast; höf.] skal, verdur ad vera sierdeiles linspunned, og því styttra sem
er í fyrervafenu, því betra effter Fabriqvemesterens undervisun; enn Spuna Rockar
draga ómögulega so fliött, ad ei verde fyrervafed of snúdhardt. Það spinnst betur
a snældur ur lippu. Flitersmunurinn þiker mier ei so mikell. Barbara, Ritters Stiup-
dötter, spinnur a dag mest 4 hespur edur 2 stránga af Kiersu garne, Enn vinnukon-
ur hier 2 hespur á Snælldur. En tafningur vid Iippuverked svarar töfinne vid
ullarkembingu og so kallad trygl til Skotrocksens, án hvors ei verdur á hann spunn-
ed. Fliött lærest ad spinna á hann.60
Þá segir lögmaður í skýrslunni að vinnukona hafi lært skotrokkspuna
og greinir frá góðum framförum hennar hvað afköst snertir á einni og hálfri
viku.61
I skýrslu Magnúsar er einnig nákvæm útlistun á því hvernig Ritter vef-
meistari býr ullina undir spuna og á því hvort spunnið er annars vegar á