Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 19
UM ROKKA
23
aðar." 77 Ráðstöfun þessi sem hafði borist sýslumanni frá Magnúsi Gísla-
syni amtmanni, var raunar stjórnartilskipun, „befaling frá þeim háu herr-
um við rentucamersið" þess efnis að prjónlesgjörð skyldi „afskaffast" hér
á landi, en „almúginn spinna garn til klæðaverks utan- og innanlands."78
í ráðstöfuninni er sagt nákvæmlega fyrir um hvernig eigi að meðhöndla
ullina, meðal annars skuli þelið karrað, og togið kembt í „íslenzkum kömb-
um," en spunnið úr hvoru tveggja band til uppistöðu. Ennfremur segir,
varðandi spuna á fyrirvafi, að „þeir, sem ullarráð hafa, skaffi sér skotrokk,
karri ullina, spinni snúðlint og snúi frá sér."79 Atti spunaverk þetta að
gjaldast í landskuldir og kaupmannsskuldir og kaupmenn vera skyldugir
að taka það í staðinn fyrir prjónles.80 í frásögn séra Þorsteins kemur fram
að fólk hafi farið að búa til þetta nýja hespuverk, en enginn ábati orðið af
því og það því dottið „aldeilis niður alls staðar nema á Leirá, hjá amt-
manni, og í Reykjavík, en prjónles gjörðum við helzt sem vant var."81
Heimildir um rokka á seinni hluta 18. aldar
Þrír Islendingar fengu vefsmiðjur erlendis frá og starfræktu heima hjá
sér frá sjöunda og fram á níunda tug 18. aldar: Bogi bóndi Benediktsson á
Staðarfelli, Brynjólfur sýslumaður Benediktsson að Hlíðarenda og Hjálm-
holti og Ólafur Stephensen amtmaður í Sviðholti og síðar að Innra-Hólmi;
eru rokkar sérstaklega nefndir meðal þeirra áhalda sem Bogi fékk að Stað-
arfelli, en ekki fylgja upplýsingar
um gerð þeirra.82
Sama máli gegnir um nokkra
rokka sem stjórnin sendi 1781 í
Múlasýslu „til ad gefaz þeim, er
bezt villdu þá nýta til garn-
spuna,"83 en sennilegra er að þeir
hafi verið spunarokkar. Verður
einnig helst að ætla að svo hafi ver-
ið um 6 rokka sem sendir voru 1783
í Arnessýslu, ásamt stólkömbum og
ullarkömbum, sem verðlaun þeim
til handa sem mest lögðu inn af
14. mynd. Fótstiginn spunarokkur með hlið-
arhjóliog láréttum pöllum. Ur Olsen, bls. 23.