Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 25
UM ROKKA
29
17. mynd. Skotrokkur, setmilega norskur. Rokkurínn kom til landsins 1811 til kaupmanns-
frúar íStykkishólmi, en var hundrað árum síðargefinn austuríArnessýslu. Frá Loftsstöðum.
í Byggðasafni Árnesinga, Selfossi, BÁS 1461 a. Ljósm.: Lýður Pálsson.
sýslu;117 átta þessara þrettán heimildarmanna voru fæddir fyrir aldamótin
1900, sá elsti 1880.118 Tveir aðrir, báðir Vestfirðingar og fæddir eftir alda-
mótin síðustu, höfðu að vísu heyrt nefnda skotrokka en sáu þá aldrei.119
Einn heimildarmannanna af Vestfjörðum greindi frá og lýsti ákveðnum
skotrokki úr eigu konu verslunarmanns á Borðeyri, seldum þar vegna bú-
ferlaflutnings um 1880-1881,120 annar upplýsti að skotrokkar hefðu verið
fluttir inn frá Noregi undir aldamótin síðustu,121 en sá þriðji sagði að skot-
rokkar hefðu án efa verið innfluttir.122 Þá má geta þess að heimildarmaður
úr Suður-Þingeyjarsýslu kvaðst muna eftir rokki með hliðarhjóli sem
nefndur hefði verið „Skoti."123
Því má bæta við að tveir heimildarmenn, annar sem þekkti til í Þingeyj-
arsýslum, hinn í Múlasýslum, könnuðust við spunarokk með hliðarhjóli;
sá fyrri taldi sennilegt að þeir hefðu verið útlendir,124 en hinn síðari tók
fram að hann hefði, að hann héldi, ekki séð þá fyrr en eftir 1930.12:1 Tveir,
báðir frá Norðausturlandi, könnuðust við rokka með hliðarhjóli sem kall-