Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 27
UM ROKKA
31
Varðveittir spunarokkar með hliðarhjóli
Til samanburðar og viðbótar við ofangreinda vitneskju um skotrokka á
íslandi á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar skal að lokum gerð grein fyrir
rokkum með þessu lagi sem höfundi er kunnugt um í söfnum og einka-
eign. Þjóðminjasafn Islands eignaðist tvo skömmu eftir aldamótin síðustu,
1905 og 1909. Um þá báða viðhafði Matthías Þórðarson sömu orð er hann
skrásetti þá: „Skotrokkur með venjulegri gerð/'130 og virðist eftir þessu
orðalagi sem heitið hafi fylgt rokkunum eða/og að Matthíasi hafi verið
tamt að nefna slíka rokka skotrokka. Greinilegt er að skotrokkarnir hafa
strax þótt merkilegir gripir, því að samkvæmt leiðarvísi safnsins sem út
kom 1914 voru þeir báðir hafðir til sýnis, en engir rokkar aðrir.131 Er raunar
helst að sjá sem enginn standrokkur hafi komið til safnsins fyrr en 1917.132
Hvorki er vitað um aldur né uppruna fyrsta skotrokks safnsins. En rokk-
urinn sem safnið eignaðist 1909 (16. mynd) virtist hins vegar vel ættfærður,
því að um hann segir að hann sé „rendur af sjera Snorra á Húsafelli"
Björnssyni (f. 1710, d. 1803), og gefinn safninu af Ástríði Þorsteinsdóttur,
húsfreyju þar á bæ (f. 1847, d. 1921),133 en séra Snorri var langafi hennar.134
Að vísu var hann annálaður fyrir smíðar,135 en höfundi þykir hæpið að
rokkurinn sé svo gamall að hann geti verið hans verk, þar eð hann er með
dæmigerðu lagi spunarokka sem, eins og áður var sagt, fyrst virðist koma
fram erlendis á öndverðri 19. öld. Kemur fremur til greina að Jakob Blom
19. mynd. Skotrokkur, að
líkindum norskur. Frá ofan-
verðri 19. öld. Nú í eigu
Sesselju Einarsdóttur
Bjarnason í Kaupmanna-
höfn. Rokkinn átti áður
Halldóra Sæmundsdóttir
mágkona hennar, er um
túna bjó í Ögurnesi við ísa-
fjarðardjúp, en móðir Hall-
dóru lmfði átt hann á undan
henni. Ljósm.: Lillian
Thomsen.