Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 27
UM ROKKA 31 Varðveittir spunarokkar með hliðarhjóli Til samanburðar og viðbótar við ofangreinda vitneskju um skotrokka á íslandi á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar skal að lokum gerð grein fyrir rokkum með þessu lagi sem höfundi er kunnugt um í söfnum og einka- eign. Þjóðminjasafn Islands eignaðist tvo skömmu eftir aldamótin síðustu, 1905 og 1909. Um þá báða viðhafði Matthías Þórðarson sömu orð er hann skrásetti þá: „Skotrokkur með venjulegri gerð/'130 og virðist eftir þessu orðalagi sem heitið hafi fylgt rokkunum eða/og að Matthíasi hafi verið tamt að nefna slíka rokka skotrokka. Greinilegt er að skotrokkarnir hafa strax þótt merkilegir gripir, því að samkvæmt leiðarvísi safnsins sem út kom 1914 voru þeir báðir hafðir til sýnis, en engir rokkar aðrir.131 Er raunar helst að sjá sem enginn standrokkur hafi komið til safnsins fyrr en 1917.132 Hvorki er vitað um aldur né uppruna fyrsta skotrokks safnsins. En rokk- urinn sem safnið eignaðist 1909 (16. mynd) virtist hins vegar vel ættfærður, því að um hann segir að hann sé „rendur af sjera Snorra á Húsafelli" Björnssyni (f. 1710, d. 1803), og gefinn safninu af Ástríði Þorsteinsdóttur, húsfreyju þar á bæ (f. 1847, d. 1921),133 en séra Snorri var langafi hennar.134 Að vísu var hann annálaður fyrir smíðar,135 en höfundi þykir hæpið að rokkurinn sé svo gamall að hann geti verið hans verk, þar eð hann er með dæmigerðu lagi spunarokka sem, eins og áður var sagt, fyrst virðist koma fram erlendis á öndverðri 19. öld. Kemur fremur til greina að Jakob Blom 19. mynd. Skotrokkur, að líkindum norskur. Frá ofan- verðri 19. öld. Nú í eigu Sesselju Einarsdóttur Bjarnason í Kaupmanna- höfn. Rokkinn átti áður Halldóra Sæmundsdóttir mágkona hennar, er um túna bjó í Ögurnesi við ísa- fjarðardjúp, en móðir Hall- dóru lmfði átt hann á undan henni. Ljósm.: Lillian Thomsen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.