Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS (f. 1756, d. 1839), sonur séra Snorra og afi Ástríðar, sem einnig var „smiður mikill á tré og málma," hafi unnið þar að, en hann bjó mestan sinn búskap á Húsafelli.136 Þess verður þó enn að geta að Guðmundur (f. 1794, d. 1873),137 sonur Jakobs og föðurbróðir gefandans var sérstaklega orðaður við rokkasmíðar.138 Bjó hann á Reykjum í Ölfusi 1824-1837, en síðan lengst af á Seltjarnarnesi og Álftanesi.139 Síður er þó rokkurinn eftir Guðmund, því að ætla verður fremur en hið gagnstæða að Ástríður hefði vitað ef hann hefði smíðað rokkinn.140 Til er standrokkur sem Guðmundur Jakobsson á að hafa smíðað á árunum 1833-1840, varðveittur í Byggðasafni Árnesinga á Selfossi (sjá 15. mynd).141 í því safni er einnig rauðmálaður spunarokkur með hliðarhjóli, skráður þar sem skotrokkur; mun hann hafa komið til safnsins á árunum um 1970- 1980 og var honum eitthvað gert til góða eftir það, meðal annars hresst upp á málninguna á honum (17. mynd).142 Fylgir honum sú saga að kaup- mannsfrú í Stykkishólmi hafi fengið hann erlendis frá, einna helst frá Nor- egi, árið 1811, en hundrað árum síðar hafi nafngreind kona til heimilis í Reykjavík, Ólöf Helgadóttir, þá háöldruð, gefið hann Ragnhildi Gísladóttur á Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi, en úr búi hennar kom hann til safnsins. Virðist þessi uppruni rokksins vel staðfestur.143 Um rokkinn segir jafnframt að aldrei hafi verið spunnið á hann á Loftsstöðum svo vitað sé.144 Annar rokkur með þessu lagi, einnig rauðmálaður, kom til Byggðasafns Árnesinga 1955 frá Magnúsi Hannessyni bónda á Hólum í Stokkseyrar- hreppi. Rokkurinn er íslenskur, smíðaður á árunum 1918-1922 eftir skot- rokknum frá Loftsstöðum af Guðbrandi Kristni Þorsteinssyni (f. 1879, d. 1948) sem þá bjó í Vallarhjáleigu í sama hreppi.145 Ekki hefur höfundur átt þess kost að skoða rokk þennan. Auk ofangreindra fjögurra skotrokka - samkvæmt yfirfærðri merkingu heitisins - hefur höfundur fregnir af tíu rokkum með hliðarhjólum í söfn- um hér á landi og hefur kynnt sér fjóra þeirra af eigin raun eða af myndum, en orðið sér úti um heimildir um þá alla eftir því sem tök voru á. Af þessum tíu eru tveir í Þjóðminjasafni,146 einn í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum, einn í Minjasafninu á Burstarfelli,147 fimm í Byggðasafni Vest- fjarða á Isafirði og einn í Byggðasafni Rangæinga í Skógum; síðast nefndi rokkurinn er danskur og mun ekki hafa verið notaður við spuna hér á landi.148 Hér er ekki talinn rokkur frá Dalane Folkemuseum í Noregi í sérsafni í Þjóðminjasafni Islands, Norska safninu sem svo er nefnt, gjöf til safnsins frá norskum söfnum 1950. Á hann að vera dæmigerður fyrir norska rokka sem að því er segir í safnskrá gengu undir nafninu Islands rokk vegna þess að verksmiðja í Egersund hafði selt rokka af þessu tagi „hundruðum saman til íslands."149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.