Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 55
PÁLL THEODÓRSSON
ALDURSGREININGAR MEÐ GEISLAKOLI
TAKMARKANIR OG MÖGULEIKAR
1.Inngangur
A árunurn 1949-51 fann bandaríski efnafræðingurinn W. F. Libby upp
og þróaði nýja tímatalsaðferð sem vakti strax mikla athygli meðal fornleifa-
fræðinga og jarðfræðinga. Aðferðin byggðist á því að rnæld er dvínandi
geislavirkni í kolefni lífrænna fornleifa. Fyrsta íslenska fornleifasýnið, sem
fékkst aldursgreint, var mælt í Kaupmannahöfn, elstu aldursgreiningar-
stofu Evrópu. Við rannsókn að Bergþórshvoli hafði verið komið niður á
brunarústir af útihúsi og voru viðarkol send til aldursgreiningar. Mælingin
gaf að kolin væru frá árinu 940 með 100 ára óvissubili, eða frá árinu 940
+100 eins og venja er að skrifa (Tauber, 1960). Þessi niðurstaða hefur vafa-
lítið vakið eftirvæntingu hjá áhugamönnum um íslenska sögu og fornleifa-
fræði. Með íslensku sýni hafði nú fengist staðfesting á að komin væri vís-
indaleg aðferð til að greina aldur fornleifa. Glæstir möguleikar virtust bíða
þessarar nýju tækni.
Nokkrum árum síðar var aldursgreint sýni frá uppgrefti í Reykjavík, frá
bústað Ingólfs Arnarsonar eins og segir í skýrslu dönsku aldursgreininga-
stofunnar (Tauber, 1966). Sýnið, fíngerður viðarkolasalli blandaður leir, var
tekið neðst í mannvistarlagi við uppgröft í Reykjavík. Mælingin gaf að
viðarkolin væru frá árinu 610+100. Þessi niðurstaða hefur trúlega vakið
efasemdir, enda þótt í athugasemdum stofunnar segði að niðurstaðan væri
ekki ósamrýmanleg árinu 874. Á næstu árum voru aldursgreiningar á forn-
leifum frá elstu byggð á Islandi fáar, en á síðari árum hefur þeirn fjölgað
verulega. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1990) gaf gott yfirlit yfir þessar
mælingar í síðasta bindi Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags.
Yfir 50 sýni frá elstu byggð á Islandi hafa nú verið aldursgreind. All-
mörg þeirra benda til eldri byggðar en greint er frá í rituðum heimildum,
sem þykja svo traustar að niðurstöður C-14 mælinganna hafa verið vé-
fengdar, og er þá vísað til fjölmargra óvissuþátta aðferðarinnar og ýmissa
annarra upplýsinga sem styðja þessar heimildir.