Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
getur Raunvísindastofnun Háskólans valið milli tveggja nærri jafnálitlegra
kerfa til C-14 aldursgreininga. Smíðaverð kerfanna verður trúlega svipað
og einnig mæliafköst og nákvæmni. Einfaldleiki tækja og vinna við sýna-
gerð mun því ráða hvort mælikerfið verður valið.
9. íslensk aldursgreiningastofa
Mikil vinna hefur verið lögð í C-14 aldursgreiningar á íslenskum forn-
leifum á liðnum árum. Niðurstöður alþjóðlegra samanburðarmælinga
kasta nú skugga efasemda yfir þessar niðurstöður og ýmsir aðrir þættir
auka enn við efasemdirnar. En aldursgreiningarnar geta verið mun ná-
kvæmari en nú gerist almennt, og fyrst þá geta þær fært íslenskri fornleifa-
fræði traust tímatal. Hér er um vandasamt og umfangsmikið verkefni að
ræða sem erlendar stofur munu vart vilja né geta leyst af hendi fyrir okkur.
Möguleikar C-14 tækninnar verða vart fullnýttir nema með vel búinni ald-
ursgreiningastofu á Islandi. Ég vil nú ræða helstu kosti sem slík stofa mun
bjóða upp á.
Stefnt er að því að ná meiri nákvæmni í aldursgreiningunni en almennt
fæst nú. Með skipulegu starfi verður mögulegt að draga verulega úr þeim
óvissu- og skekkjuþáttum sem rætt var um í 5. kafla:
1. Ovissu vegna líkindabundinnar dreifingar verður komið niður í 30 ár,
jafnvel 25 ár þegar mikið liggur við, með því að telja sýnin nægilega lengi.
2. Með ströngu, reglubundnu gæðaeftirliti verður tryggt að mæliskekkju
sé haldið innan settra marka.
3. Með vaxandi reynslu í að velja og hreinsa sýni má draga úr skekkju
frá mengun. Lítil, vandasöm sýni verða send til AMS greininga.
4. Ahrif úthafs verða könnuð ítarlega og skekkja af þessum völdum í
aldri leiðrétt ef þess gerist þörf.
5. Ahrif kolsýruuppstreymis á eldfjalla- og hverasvæðum verða könnuð
vandlega.
6. Dregið verður úr vanda vegna eiginaldurs sýna með því að reyna að
velja sýni með lágan eiginaldur (t.d. bein) og að mæla nokkur sýni úr
hverju jarðlagi, helst af mismunandi tegundum.
Reynsla erlendis sýnir að náin samvinna milli fornleifafræðinga og sér-
fræðinga sem sjá um C-14 mælingarnar er afar mikilvæg, báðir aðilar þurfa
að þekkja vel til verksviðs hins. Nákvæm mæling skilar ekki fullum árangri
nema með sömu vandvirkni og þekkingu í sýnatöku og í C-14 mælingu.
Fram til þessa hefur jafnan langur tími liðið frá því sýni hefur verið tekið
þar til niðurstaða aldursgreiningar hefur borist. Þessi tími mun styttast
verulega með íslenskri stofu. Þegar mikið liggur við munu fornleifafræð-