Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 75
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
79
1400 sem brann 1728.5 Hitt er á hinn bóginn óljóst, hvenær þátturinn hefur
upphaflega verið ritaður, en drög kunna að hafa verið lögð að honum
þegar á seinni hluta 12. aldar.6 í upphafi hans segir svo:
Þórður hét maður er bjó í Múla norður í Reykjardal.7 Þar var á vist með honum sá
maður er Oddi hét og var Helgason; hann var kallaður Stjörnu-Oddi. Hann var
rímkænn8 maður svo að engi maður var hans maki honum samtíða á öllu íslandi, og
að mörgu var hann annars vitur. Ekki var hann skáld né kvæðinn.9 Þess er og einkum
getið um hans ráð að það höfðu menn fyrir satt að hann lygi aldrei ef hann vissi satt
að segja, og að öllu var hann ráðvandur kallaður og tryggðarmaður hinn mesti. Félítill
var hann og ekki rnikill verkmaður.
Eftir þessi almennu inngangsorð um Odda hefur höfundur þáttarins
aðdraganda að draumnum sem hér segir:
Frá því er að segja að um þennan mann, Odda, gerðist undarlegur atburður. Hann
fór heiman út til Flateyjar er Þórður, húsbóndi hans, sendi hann þessa ferð á vit fiska,
og er eigi annars getið en þeim fórst vel til eyjarinnar. Þar var hann í góðum beina.
Ekki er frá því sagt hver þar bjó.
Þessi lýsing fellur vel að því sem Lúðvík Kristjánsson hefur kallað við-
leguver, þar sem aðkomumenn fengu inni á bæjum sem næstir voru ver-
stöðinni og nutu þar vissrar þjónustu.10 En textinn heldur áfram:
En frá því er að segja að um kvöldið er menn fóru í rekkju var vel búið um Odda og
hæglega, en við það að Oddi var farmóður og veittur hóglegur umbúnaður, þá sofnar
hann brátt, og dreymdi hann þegar, að hann þóttist staddur vera heima í Múla, og
svo þótti honum sem þar væri kominn maður til gistingar og þótti honum sem menn
færu í rekkju um kvöldið. Þótti honum gesturinn vera beðinn skemmtunar, en hann
tók til og sagði sögu...n
Efni sögunnar virðist við fyrstu sýn að mestu ótengt Odda sjálfum utan
hvað hann samsamar sig einni persónunni í miðjum draumi:
En þegar þessi maður, Dagfinnur, var nefndur í sögunni þá er frá því að segja, er mjög
er undarlegt, að þá brá því við í drauminum Odda, að hann Oddi sjálfur þóttist vera
5. Þórhallur Vilmundarson, 1991, ccxii.
6. Þórhallur Vihnundarson, 1991, ccxxiv.
7. Nú í Aðaldal.
8. Þ.e. fróður um tímatal.
9. kvæðafróður.
10. Lúðvík Kristjánsson, 1982, 32.
11. íslenzk fornrit XIII, 1991,459; íslendinga sögur IX, 1947,379; íslendinga sögur og pættir: Síðnra
bindi, 1986,2231-32. - Þegar frumgerö rits er ekki fyrir hendi eru stafsetning og greinarmerki
færð til nútímahorfs.