Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 85
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
89
XXIV. Flat0iar kyrckia.
Kyrckia j flatey a Tolftung vr allre Eyu medur aullum gognum, halfa Brettingstade,
jokulsar land, vj hundrud j vidum.
Þetta jnnan kirkiu: Messuklædi iij, alltarisklædi, kaleykur, kantara kápur ij, Tjolld iij,
skrijn, krossar ij, mariuskriptir ij, messingar stykur ij, kluckur iiij og ij litlar, fostu tialld,
abreydsl, krakur, fontur medur Bunadi, Ein jarnstyka, Biarnfell,45 kistill steyndur,46
Elldbere, Glodarkier, messuklæda kista, munnlaug,47 sequentiubok,46 lesbok per anni
circulum ad dominicum, enn til Columba messu de sanctis.49
iiij kyr.
Af vij Bæium liostollur, fiska tollur, tyund tali anno iij merckur, j Bænhus.
ij asaudar kugilldi.50
Næst segir af Flatey í Fombréfasafni í vísitasíubréfi Péturs biskups Niku-
lássonar sem talið er frá árinu 1394. Eru þar upp taldir þeir staðir sem biskup
hyggst vísitera „saker skylldu wars æmbettis bom ath færmma ok malwm
skipa." Flatey er nefnd ásamt öðrum kirkjustöðum í þessari upptalningu.51
í máldagabók Péturs biskups frá sama tíma vantar á hinn bóginn bæði
Hrísey og Flatey, sem gæti bent til þess að ferð hans þangað hafi farist
fyrir.52
í sálugjafarbréfi Halldórs prests Loftssonar á Möðruvöllum frá 1403 er
kirkjan í Flatey ein af mörgum sem hann ánafnar eitt kúgildi hverri.53
Frá dögum Jóns biskups Vilhjálmssonar er til kirknatal í Hólabiskups-
dæmi, ársett kringum 1429. Þar virðist Flateyjar ekki hafa verið getið í
fyrstu gerð, en athugasemd um hana er bætt við með annarri rithönd þar
sem gerð er upp skráin um „Þijngeyiarþing", og eins er Grímsey, Flatey
og Hrísey bætt við í lokin þegar heildartalan er gerð upp.54
Þá er getið um Flatey í reikningi Möðruvallaklausturs sem Sigurður prí-
or Jónsson gerði fyrir Gottskálk Kæneksson Hólabiskup árið 1447: „Jtem j
flatöö v kogylde bykt for v veitter skreidar."55
45. bjarnarskinn.
46. málaður.
47. mundlaug, handlaug.
48. messusöngvabók afákveðinni tegund.
49. lesbók fyrir sunnudaga allan ársins hring og fyrir dýrlingamessur fram að Kólúmbamessu
(9. júní).
50. Þessari línu mun hafa verið bætt við seinna í handritið.
51. íslenzkt fornbréfasafn III, 506-7. - Frumrit bréfsins er talið frá því um 1430.
52. íslenzkt fombréfasafn III, 508.
53. íslenzkt fombréfasafn III, 684-686.
54. íslenzkt fornbréfasafn IV, 379-382.
55. íslenzkt fornbréfasafn IV, 710-711. - Prentað eftir frumriti á skinni.