Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 93
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
97
Mynd 8. Snið 1 gegnum túngarðinn. Uppbygging túngarðsins og önnur jarðlög sjást mjög
vel. Teikning: G.Ó.
Að utanmáli var túngarðurinn um 2,5 m að breidd og 1 m að hæð þar
sem sniðið var tekið. Upp að honum sitt hvorum megin var 20-30 cm hár
og 1-2 m breiður stallur, sem mun sumpart vera hrun úr garðinum og
sumpart áfoksjarðvegur. I ljós kom að upprunalegur túngarður virtist hafa
verið um 1,20 m að breidd neðst og um 75 cm efst. Hæð garðsins í sniðinu
reyndist vera um 40 cm. Yfir þessum hluta garðsins mátti sjá slitrur af
dökku gjóskulagi. Það mun vera svonefnt „a-lag" sem talið er vera frá
1477. Bendir þetta til þess að garðurinn sé eldri en a-lagið og hafi verið
hlaðinn á miðöldum.
Garðurinn virðist hafa verið gerður með þeim hætti að torf og jarðvegur
hefur verið tekið í garðinn beggja vegna við hann, reyndar aðeins meira
að utanverðu, þannig að þar hefur myndast allt að 40 cm djúp dæld við
garðinn. Hún hefur smám saman fyllst af gráleitum jarðvegi sem gæti verið
blandinn kísilþörungum eða leir. Torfhleðslan liggur ofan á ljósu gjósku-
lagi sem mun vera forsöguleg gjóska úr Heklu, svonefnt H3-lag. Jarðveg-
urinn undir hleðslunni virðist hafa pressast nokkuð niður af farginu sem
á honum lá. Garðurinn er hlaðinn nánast beint upp að innanverðu, en með
nokkrum fláa að utanverðu.
Af sniðinu að dæma virðist garðurinn einna helst hafa verið breikkaður
einhvern tíma um 1 m og ný hleðsla hlaðin utan á hann. Ekki er þó alveg
hægt að útiloka að efri hluti garðsins hafi hrunið út og lagst upp að neðri
hlutanum. Ekki var hægt að skera úr um það eftir sniðinu. Ljóst er að þessi
ytri hluti hefur komið til mun síðar en áðurnefnd hleðsla. Allmikill jarð-
vegur hefur hlaðist upp áður en ytri hleðslan kemur til, sem marka má af
því að gráleita lagið liggur undir hleðslunni. Torfurnar eru með nokkrum
öðrum lit en í eldri hleðslunni, sem bendir til þess að torfið hafi verið rist
á öðrum stað og líklega á öðrum tíma.