Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 95
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖl«MU-ODDA
99
Snið 2. Tekið sunnan og utan við
túngarðinn.
Mynd 10.
Snið 3. Tekið sunnan við
rústasvæðið, innan túngarðs.
Tóftl
Rúst þessi er fremur óljós, og opin til norðurs. Lágur garður um 2,9 m
x 2,5 m að innanmáli. Breidd veggjar er um 0,8 m og hæð hans um 0,2 m.
Tóftinni hallar lítillega til austurs. Ef til vill hefur þetta verið hleðsla utan
um matjurtagarð eða heystæði fremur en bygging.
Tóft 2
Lítil tóft, um 2,6 m x 1 m að innanmáli. Veggirnir eru um 1 m breiðir
og um 0,4 m að hæð. Tilheyrir hugsanlega austasta hluta bæjarhúsaraðar.
Borað var í miðja tóftina og er kjarninn sýndur á mynd 11.
b T1 1- -fn
2
i: .1, 3 L
i 5
I 7 I i 1
Dýpi: 1) 0-6 cm Stutt lýsing: Grasrót.
2) 6-12 cm Brún mold.
3) 12-16 cm Dökkbrún mold.
4)16-17 cm Gráteitt eða gráblettótt Ing. Óvíst hvort petta er mannvistarlag eða náttúrulegt lag. E.t.v. kísilgúragnir.
5)17-22 cm Brún mold.
6) 22-26 cm Ljósgul gjóska, H3.
7) 26-46 cm Rauðbrún óhreyfð mold. Botn á borkjarna.
Mynd 11. Borkjarni 5. Borað var ímiðja tóftina til að kanna hvort par væri aðfinna gólfskán.
Ekki verður með vissu úr því skorið af þessum borkjarna hvort hér er
um byggingu að ræða. Ekki fannst ótvíræð gólfskán. E.t.v. er gráleita lagið
(4) merki um ógreinilega gólfskán, en það er þó óvíst. Tóftin hefur ekki
getað verið eldhús eins og getið hafði verið til áður en borað var.