Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 103
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
107
Borkjarni 3 var tekinn í miðjum suðurgafli rústar nr. 21, sjá mynd 19.
Kjarninn hefur farið gegnum torfhleðslu sem liggur beint ofan á óhreyfðri
H3-gjósku. Hleðslan verður ekki aldursgreind með neinni vissu út frá
þessu sniði. Staðsetning hleðslunnar ofan á forsögulegu gjóskulagi vekur
nokkra athygli. Leikur þarna einhver vafi á áreiðanleik gjóskulagafræðinn-
ar? Óraunhæft er að ætla að hleðslan sé urn 3000 ára gömul. Nærtækasta
skýringin á þessari afstöðu jarðlaganna er líklega sú að svæðið hafi blásið
upp. Einnig er hugsanlegt að hér hafi verið torfvöllur og að búið hafi verið
að rista þáverandi yfirborð jarðvegsins í torf niður að H3, áður en veggur
þessi var hlaðinn. Vegna þess hve jarðvegsmyndun er hæg á þessu svæði
er óvíst að það lag hafi verið þykkara en nam einni torfstungu.
Tóft 22
í framhaldi af nr. 21 virðist mega greina óljósar leifar byggingar sem er
að mestu horfin af yfirborði. Innanmál hennar eru 5,4 m X 4,2 m. Veggir
eru vart greinanlegir, en þó bendir þessi grasi vaxna upphækkun frá svæð-
inu umhverfis til þess að mannvirki sé þar undir. Stallur þessi lækkar og
rennur saman við umhverfið á norðausturhlið.
miTu
1 |2
v V 'N-\i“'LN.».
\ \ V 1 ^ c
Pv V'v.V ;V. V
n ' \ ' x .'<b
^ iVl vi r
- \ T \ rwr
"'v.V 4Vi/vV
! \ i 1
Mynd 20. Borkjarni 4.
Dýpi: Stutt lýsing:
1) 0-4 cm Grasrót.
2) 4-10 cm Dökkbrún mold.
3) 10-40 cm Hleðsla. Torfurnar eru á víxl
dökkbrúnar og Ijósgular að lit.
4) 40-44 cm Ljósgul gjóska. Líklega Hs. Botn á borholu
Borað var í tóft 22 út frá útliti hennar á yfirborði, sjá mynd 20. Talið var
að holan væri nálægt miðju tóftarinnar, eins og yfirborð gaf tilefni til að
álykta. í Ijós kom, að enga gólfskán var þarna að finna, ekki heldur nein
mannvistarlög. Gerð hleðslunnar er mjög sambærileg við sniðið sem fékkst
í austurgafli tóftar nr. 21, og gæti bent til þess að hér hafi norðausturgafl
hennar staðið, eða milliveggur í húsinu. Um aldurinn er ekkert meira að
segja en fram kemur í frásögn um tóft nr. 21.