Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Viðauki 1. „Himinfræði Goðþjóðar"
Framhald bókarinnar / verum er að finna í annarri bók, minni, sem heitir
Ofan jarðar og neðan og kom út árið 1944. Þar segir m.a. frá því er Theódór
dvaldist á æskuslóðum í Flatey sumarið 1939. Inn í þá frásögn fellir hann
„Þátt um Stjörnu-Odda og þýzk vísindi".78 Jón Dúason hafði þá sagt
Theódór frá „frægum manni" sem verið hefði í Flatey:
Sagði dr. Jón, að hann hefði þá nýlega rekizt á merkilega þýzka bók á Landsbókasafn-
inu, Germanische Himmelskunde- Himinfræði Goðþjóðar- eftir Dr. h. c. Otto Sigfrid
Reuter frá Bremen. Fjallaði bók þessi mjög um Stjörnu-Odda. Höfundurinn héldi því
fram, að Stjörnu-Oddi hefði dvalið í Flatey og gert þar merkilegar athuganir á göngu
sólar, svo merkilegar, að hann ætti engan líka í þeirri grein á þeim tíma.79
Theódór segir Flateyingum frá þessu „og krítaði þá heldur liðugt um
vísindi þýzka doktorsins og frægð Stjörnu-Odda."
Þegar leið á sumarið, barst sú frétt á bylgjum útvarpsins, að fjórir þýzkir vísindamenn
væru komnir til Reykjavíkur. Fylgdi það fréttunum að tveir þeirra mundu hefja för
norður í land og jafnvel út í Flatey á Skjálfanda.
Að nokkrum dögum liðnum komu Þjóðverjarnir til Flateyjar. Þeir sneru
sér til hreppstjórans, Jóhannesar í Neðribæ, og hann fór með þeim í leið-
angur um eyna. Hann sagði Theódór svo frá:
Væri þarna kominn Dr. h. c. Otto Sigfrid Reuter með bók sína í höndum og leitaði sér
upplýsinga um Stjörnu-Odda. Sér til aðstoðar hefði hann lærðan stjörnufræðing, próf.
Rolf Muller frá Potsdam. Dr. Reuter væri roskinn maður, lágur en þrekinn, holdugur,
en kvikur og fjörugur karl. Próf. Muller væri á að gizka miðaldra maður, hár og
þrekinn, myndarlegur í sjón, festulegur á svip og alvarlegur og í öllu hinn fyrirmann-
legasti maður....
Þeir félagar stóðu skamma stund við í Flatey, eftir að þeir komu úr gönguförinni.
En þess báðu þeir síðast orða, að komið yrði til sín orðum, áður en þeir færu suður,
ef menn myndu eftir einhverjum örnefnum, er minntu á Stjörnu-Odda, í Flatey eða í
grennd við eyna....
Um kvöldið ... setti ég ráðstefnu með nokkrum kunningjum mínum til athugunar
á þessu merkilega máli. Þá kom það upp úr þokukafinu, að Elísa ... í Útibæ mundi
það frá því, er hún var barn á Brettingsstöðum, að hún hafði heyrt nefndan Oddskofa
uppi í fjalli, norðan undir svonefndum Mosahnjúk. Ég ... dró strax þá ályktun, að
þessar eldgömlu rústir mundu eins geta hafa verið kenndar við Odda og Odd, og væri
ekkert því til fyrirstöðu að nefna þær Oddakofa, Stjörnu-Odda kofa. Þótti mér Elísa
hafa þagað yfir þessu helzti lengi... En til að gera enn meira úr þessu máli, datt mér í
hug, að Arnargerði mundi eins geta hafa heitið Oddagerði. Víst var, að enginn maður
78. Theódór Friðriksson, 1944,39-47.
79. Theódór Friðriksson, 1944,39.