Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
TÓft 3
Þverbygging við norðurgafl tóftar nr. 2. Innanmál er 8 m x 3 m. Veggja-
þykkt er 2 m og hæð veggja um 1 m.
Tóft 4
Tóftin snýr eins og tóft 1 og 2. Innanmál hennar eru 17 m x 2,6 m og
veggjaþykktin er 2 m og hæð veggja er um 0,8 m.
Tóft 5
Tóftin gengur til vesturs úr tóft nr. 2. Að innanmáli er hún 10 m x 3 m.
Veggir eru um 2,5 m þykkir eða nokkru breiðari en í hinum tóftunum.
Veggjahæð er 0,7-0,8 m.
Tóft 6
Ogreinileg tóft. Virðist vera um 3 m x 3 m að innanmáli, en veggir eru
mjög óljósir.
Tóft 7
Stök tóft norður af meginrústaþyrpingunni við Hvaltjörn. Innanmál eru
14 m x 2,5 m. Þykkt veggja er um 2 m og hæð um 0,6-0,7 m.
Tóft 8
Tóftin er norðan við tóft 7 og á milli þeirra er dálítill stallur. Innanmál
tóftarinnar eru 7 m x 2,5 m. Þykkt veggja er um 2 m og veggjahæð um
0,6-0,7 m að utanverðu, en um 0,2-0,4 m að innanverðu.
Tóftir við austnrströnd Flateyjar
Við austurströnd eyjarinnar, hjá ferstrendri vörðu sem er um 3 m há og
um 2 m breið (mynd 24), eru tóftabrot sem liggja fram á sjávarbakkann,
sbr. mynd 25. Tóftin er um 4 m x 2 m að innanmáli. Dálítið hólf er í
norðurgafli, hugsanlega eldstæði. Inngangur er á miðri vesturhlið. Syðst á
austurhliðinni er rof í vegginn. Austan við þessa tóft er sléttur ferhyrndur
reitur með hlöðnum garði á þrjár hliðar, en sjór virðist hafa brotið af aust-
urhliðinni.
Borkjarni var tekinn 10 m vestan við tóftina. Jarðvegur reyndist vera 60
cm þykkur, en aðeins var um 10 cm þykkt jarðvegslag fyrir ofan ljósa
gjóskulagið. Engin merki um mannavist sáust í borkjarnanum.
Hugsanlega er um að ræða verbúð og fiskreit. Um aldur þessarar tóftar
er erfitt að dæma af yfirborði. Athygliverður munur er á þessari tóft og
hinum sem áður hefur verið lýst, til dæmis að því er varðar byggingarefni
(grjót) og eldstæði.