Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 124
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS henni væri ætlað að vera leiðisfjöl. En það merkir þó nánast, að hér í garð- inum hvíli líkami séra Olafs Þorlákssonar. Nánast ekkert virðist varðveitt af skjölum frá Þverárkirkju í Þjóðskjala- safni og í hinni einu vísitasíu, sem finnst frá þessum tírna, frá árinu 1786, er grafskriftarinnar ekki getið. Síðan gerist það einhverra orsaka vegna, að grafskriftin er tekin úr kirkj- unni og til næsta veraldlegra þarfa og sést hér enn einu sinni hin skeyting- arlausa og óvægna meðferð kirkjulegra gripa á síðari öldum. Sennilegast er, að þetta hafi gerzt er núverandi bær á Þverá var byggður á árunum 1848-1852. Þá hefur þurft mikinn trjávið, svo vandaður og vel viðaður sem bærinn er, og líklegast þá gripið til hvers eins, sem fyrir hendi var. Nær hundrað ára gamallar grafskriftar yfir löngu látinn prest, sem nú var öllum gleymdur, hefur ekki þótt þörf í kirkjunni lengur, enda mun séra Olafur ekki hafa átt afkomendur þar nyrðra og því fáir til að halda uppi minningu hans. Hitt var einnig, að við endurbyggingu kirkna var oft og tíðum selt það sem hægt var af viðum hinnar eldri kirkju og annað það, sem ekki þótti brúkandi í hina nýju. Oft var jafnvel skipt um prédikunarstóla og ölturu og því er hætt við, að hlutir svo sem gamlar grafskriftir hafi þótt fornfálegir og lítt nauðsynlegir í nýja kirkju og því verið nýttir í annað eða seldir með öðru timburbraki. Þessi ágæti gripur, grafskrift séra Ólafs Þorlákssonar, leiðir óðara hug- ann að því, hver kunni að hafa gert hann. Slík spurning vaknar oft þegar um úrvalsgripi er að ræða, en oftast verður fátt um svör og maðurinn bak við listgripinn óþekktur. Þetta er hið sama og með margt af bókmenntum okkar, að höfundur lét sín sjaldan getið í hinum skrifaða texta og nafn hans gleymdist því fljótt. En hér ber svo við, að við getum líklegast rennt beint á smiðinn og skurðmeistarann og þarf ekki um víðan völl að skyggnast. Hann er svo að segja við höndina. A þessum tíma, um miðja 18. öld, voru varla margir Islendingar, sem fengust bæði við skurðlist og málverk. Að vísu var fjöldinn allur af trésker- um víða um landið og verk þeirra alkunn, svo sem kistlar, rúmfjalir, skápar og öskjur. En málaðir hlutir eru sjaldgæfari og hér er ekki á ferðinni óbreyttur íslenzkur alþýðumyndskeri heldur æfður smiður og málari. Það fer vart milli mála, að þessi einfalda en framúrskarandi vel gerða grafskrift sé verk Hallgríms snikkara Jónssonar í Kasthvammi, nágranna séra Ólafs síðustu árin. Hallgrímur var fæddur 1717 að Naustum við Akureyri, sonur Jóns bónda þar Hallgrímssonar og Ólafar konu hans Jónsdóttur. Hann lærði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.