Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 127
ELSA E. GUÐJÓNSSON
TVEIR BEINSTAUTAR - OG EINUM BETUR
Athugasemd
í Árbók 1989 (Reykjavík, 1990) birtist umsögn um bók Else Nordahl,
Reykjavík from the Archaeological Point of Vieiv, sem út kom 1988.1 í bók
Nordahl (bls. 64-65) er meðal annars fjallað um beinhluti sem fundust við
uppgröft í Suðurgötu 3-5; gætir þar misskilnings og nokkurrar ónákvæmni
sem rétt þykir að benda á og leiðrétta.2
Á bls. 65 birtir Nordahl myndir af tveimur beinstautum, 85. mynd c og
d; er fyrri stauturinn, Nr. 59, úr uppgreftinum í Suðurgötu 3-5, en hinn,
sem sýndur er til samanburðar, fannst 1985 við uppgröft í Tjarnargötu 4
(Þjms. 1985:195). Nefnir Nordahl þann fyrri shed stick, þó með spurningar-
merki, í fundaskrá á bls. 137, og vitnar þar urn til samtals 1982 við Sigríði
Halldórsdóttur og undirritaða. Stautur þessi er 10,2 cm á lengd, 1,3 crn á
breidd og 0,5 cm á þykkt, og með ávölurn oddmjóum endum: rounded
pointed ends, eins og komist er að orði í fundaskrá.
Hinn stautinn, frá Tjarnargötu 4, segir Nordahl rúmlega 11 cm á lengd
og sívalan: with circular cross-section, sbr. bls. 65. í myndatextanum á sömu
blaðsíðu er stærð hans á myndinni sögð 1:1 (þ. e. í eðlilegri stærð). Á
myndinni mælist stauturinn 11,7 cm, en í raun er hann 10,1 cm að lengd
samkvæmt mælingu undirritaðrar. Þá er hann ekki sívalur heldur flatur,
1,2 cm á breidd og 0,5 á þykkt. Er annar endi hans oddhvass, hinn ávalur
en brotið af honum fremst, og sýnist undirritaðri að sá endi gæti uppruna-
lega hafa verið líkur hinum „ávölu oddmjóu" endum stautsins úr Suður-
götu 3-5, sbr. fyrrnefnt orðalag í fundaskrá Nordahl: rounded pointed ends.
Beinstautinn frá Tjarnargötu 4 (Þjms. 1985:195), nefnir Nordahl hræl og
ber undirritaða fyrir því: an implement which with all certainty is a „hræli"
(Elsa Guðjónsson pers. communication)... Tekið skal fram að undirrituð kann-
ast ekki við að hafa látið í ljós þetta álit við Nordahl, nema síður sé, enda
er stautur þessi mjög ólíkur þeirn tveimur hrælum sem varðveist hafa, þar
eð hann er þunnur og flatur og helmingi styttri en þeir og allur veiga-
minni.3 Er hér því um misskilning eða misminni að ræða hjá Nordahl.