Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 135
ÞÓR MAGNÚSSON
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
OG ÞJÓÐMINJAVÖRZLUNA 1991
Starfslið
Lilja Arnadóttir deildarstjóri húsverndardeildar var skipuð í stöðu safn-
stjóra til fimm ára og tók við stöðunni 19. apríl. í stað hennar var Júlíana
Gottskálksdóttir listfræðingur og arkitekt skipuð deildarstjóri húsverndar-
deildar frá 1. október.
Inga Lára Baldvinsdóttir BA hons og cand. mag. tók við starfi deildar-
stjóra myndadeildar frá 1. janúar af Halldóri J. Jónssyni, svo sem getið var
í síðustu skýrslu. Halldór var þó áfram lausráðinn í hlutastarfi við mynda-
deild.
Kristinn Magnússon, sem verið hefur fjármálastjóri safnsins frá árinu
1988, lét af því starfi og tók við deildarstjórastarfi við Nesstofusafn. Við
starfi hans tók Ólöf Þórarinsdóttir viðskiptafræðingur en aðeins um tveggja
mánaða skeið, því að Guðrún Fjóla Gránz viðskiptafræðingur tók síðan við
starfinu 6. nóvember.
Gróa Finnsdóttir bókavörður var í barnsburðarleyfi fyrri hluta ársins og
gegndi Erla Halldórsdóttir mannfræðingur starfi hennar á meðan.
Anne Cotterill, er verið hefur fulltrúi á skrifstofu frá 1990, fékk ársleyfi
frá ársbyrjun 1991 og tók Iris Rán Þorleifsdóttir við starfi hennar á meðan
frá 9. desember.
Bryndís Sverrisdóttir var áfram í leyfi úr starfi safnkennara. Þóra Magn-
úsdóttir kenndi í hennar stað á vormisseri og henni til aðstoðar var Guðrún
Haraldsdóttir sem var síðan ásamt Berglaugu Skúladóttur sett í starfið frá
1. september um eins árs skeið, í hálft starf hvor.
Frosti F. Jóhannsson, sem var á launaskrá safnsins sem ritstjóri Islenskrar
þjóðmenningar, og sagt var frá í síðustu skýrslu, sagði því starfi lausu frá 1.
október, þar sem hlé verður augljóslega á útgáfu ritsins vegna fjárhags-
erfiðleika. Var ekki ráðið í starfið á ný að sinni.
Arni B. Guðmundsson tók við húsvarðarstarfi 1. janúar, svo sem einnig
var getið í síðustu skýrslu að til stæði.