Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
151
Verulegur skriður komst á framkvæmdir við pakkhúsið d Hofsósi fyrir
það, að Hofshreppur tók lán til fullnaðarviðgerðar hússins, sem Þjóðminja-
safnið mun síðan endurgreiða á næstu árum af fé því, sem veitt verður til
viðgerðar gömlu bygginganna. Sperrur voru endurbættar og að nokkru
leyti varð að endurnýja viðgerðir síðustu ára. Þakið var klætt nýrri renni-
súð og skarsúð þar ofan á, klæðning á göflum endurnýjuð svo og hurðir
og efra gólf og nýtt neðra gólf lagt. Einnig þurfti mikið að rétta húsið og
gera við bjálka. - Þorsteinn Gunnarsson arkitekt sagði fyrir um viðgerð, en
hana annaðist Valgeir Þorvaldsson trésmiður á Vatni. Kostnaður við við-
gerðina varð um 7,5 millj. kr. Að auki keypti sveitarfélagið og lét rífa stein-
hús, sem áður var rafstöð, við austurenda hússins og hreppurinn mun
einnig sjá um lagfæringu á umhverfi þess.
Annar árangur af þessari viðgerð er sá, að einstaklingur keypti Gamla
hótelið svonefnda, sem stendur rétt ofan við pakkhúsið, og var hafizt
handa við viðgerð þess sem íbúðarhúss. Við athugun reyndist það byggt
að hluta úr viðum bjálkahúss, vafalaust einhvers þeirra, sem stóðu á þessu
svæði fram á þessa öld en voru þá rifin. Einnig var myndaður félagsskap-
ur, sem keypti gamla kaupfélagshúsið norðan Hofsár, myndarlegt timb-
urhús frá því snemma á öldinni, og var lítillega hafin viðgerð þess. Ljóst
er, að fullnaðarviðgerð pakkhússins gamla, sem safnið keypti 1955, mátti
ekki dragast lengur, en ekki tókst að hefja raunverulega viðgerð á því fyrr
þrátt fyrir tilraunir. Hefur lrúsið mikið látið á sjá á undanförnum áratug-
um, þótt reynt væri að forða því frá stórskemmdum með árlegum aðdytt-
ingum.
Haldið var áfram viðgerð gamla torfbæjarins á Hólum í Eyjafirði, sem
hófst árið 1990. Bæjardyrnar voru teknar ofan og timburverk endurreist
með ýmsum lagfæringum. Skálaveggir voru endurhlaðnir í fulla hæð. Yf-
irsmiður var Sverrir Hermannsson á Akureyri og torf- og grjóthleðslu ann-
aðist Víglundur Kristjánsson, en framkvæmdir eru undir umsjá Hjörleifs
Stefánssonar. Unnið var þar fyrir rúmar 2,5 millj. kr.
Á Grenjaðarstað var haldið áfram viðgerð vestasta hluta bæjarins, þ.e.
tvílyfta hússins með eldhúsi og stofu en baðstofu yfir. Gert var við grind,
austurhlið hússins og gólfbita. Gólfið var lagt á bita að nýju og skeytt við
gólfborð þar sem þau voru fúin. Lokið var við endurbætur á vesturþili
hússins. Haraldur Karlsson á Fljótsbakka annaðist verkið að mestu leyti
auk Erlings Vilhjálmssonar á Rauðá. Kostiraður varð um 600 þús. kr.
Á Burstarfelli voru framþil bæjarins endurbætt nokkuð. Gluggar voru
endursmíðaðir í upphaflegri mynd, en þeir voru allir mjög lélegir orðnir,
smíðaðir á ýmsum tímum og með mismunandi sniði eftir aldri. Bæjarþilin
voru síðan máluð svo sem var. Hallgrímur Helgason á Þorbrandsstöðum