Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 151
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
155
Safnahúsið (gamla sjúkrahúsið), ísafirði 150.000
Bogabúð, Flatey 150.000
Aðalstræti 16, Akureyri 150.000
Aðalstræti 66, Akureyri 200.000
Hafnarstræti 86, Akureyri 150.000
Hafnarstræti 57, Akureyri 150.000
Spítalavegur 9, Akureyri 150.000
Halldórsstaðir í Laxárdal 300.000
Skemma á Halldórsstöðum 100.000
Skólahús á Herjólfsstöðum 100.000
Búðarstígur 10A, Eyrarbakka 100.000
Meðalholt í Flóa 100.000
Sauðanes 400.000
Samtals: 15.200.000
Fáeinir styrkir voru ekki greiddir út á árinu þar sem framkvæmdir voru
ekki hafnar og sumir aðeins greiddir að hluta til vegna þess, hve fram-
kvæmdir komust skammt á veg. Áætluð úthlutun varð samtals 14.900.000,
en úthlutunargreiðslur námu alls kr. 12.930.854.
Þjóðhátíðarsjóð 11 r
Á árinu nam hlutur Þióðminjasafnsins úr Þjóðhátíðarsjóði einni milljón
króna. Féð rann óskipt til úrvinnslu fornleifarannsóknanna á Stóruborg svo
og til sýningargerðar um rannsóknirnar.
Minningarsjóður Ásu G. Wright
Á árinu kom út 7. heftið í fyrirlestraröð sjóðsins, Conservcition ofFinland's
Architectural Heritage, eftir Kaija Santaholma, er hún hélt hér árið 1989.
Byggðasöfn
Hér skal nefnt, að svonefndur Farskóli safnmanna, sem Félag íslenzkra
safnmanna stendur að, hélt fund í Stykkishólmi og á Laugum í Dalasýslu
17. til 19. október og komu þar saman margir fulltrúar frá byggðasöfnum.
Meginmarkmið slíkra funda er innbyrðis kynning safnmanna og kynning
á söfnum og minjum þar sem fundir eru haldnir. - Um byggðasöfnin sjálf
er þetta helzt að segja:
Gunnlaugur Haraldsson, safnstjóri Byggðasafns Akraness og nærsveita í
Görðum, fékk ársleyfi frá 1. september og annast Guttormur Jónsson umsjá
safnsins á meðan.