Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
geymslur í hluta af görnlu útihúsunum á Naustum og safngripir fluttir
þangað og jafnframt hreinsaðir, merktir, ljósmyndaðir og endurskráðir, en
útbúin var ljósmyndunaraðstaða í kjallara safnhússins, Kirkjuhvols. Þá var
unnið að endurnýjun hitakerfis safnsins og viðbygging undirbúin.
Starfsmenn eru tveir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri og Hörður
Geirsson við ljósmyndadeild.
Lokið var fyrra áfanga viðbyggingar við Safnahúsið á Húsavík fyrir sjó-
minjar Byggðasafns Suður-Þingeyinga. Sýningargestir urðu 2610, en safnið
var lokað fyrra hluta sumars vegna framkvæmda. Skólanemar nota söfnin
þar í vaxandi mæli.
28. júlí var opnað Byggðasafn Norður-Þingeyinga á Kópaskeri sem er til
húsa á efri hæð gamla skólahússins á Snartarstöðum og að vísu þröngur
stakkur skorinn. I safninu eru að miklu leyti listgripir og smáir heimilis-
munir, er safnað hefur verið í héraðinu á undanförnum árum. Þjóðminja-
vörður var viðstaddur opnun safnsins og flutti þar ávarp.
Minjavörður Austurlands, Guðrún Kristinsdóttir, var í leyfi mestan
hluta ársins en byggingu húss fyrir Minjasafit Austurlands hefur miðað vel
áfram, verið er að einangra það og klæða að utan og glerja. Einnig hefur
verið unnið lítillega við innanhússskipulag. Kjallari hússins er notaður sem
geymsla fyrir ýmsa stærri hluti safnsins, en hiti er þó enn ekki kominn í
hann. Eftir að Guðrún kom aftur til starfa kannaði hún ýtarlega útihús í
ýmsum sveitum eystra, myndaði þau og lýsti, og síðan var gerð skrá urn
þau hús, sem hafa verndunargildi og send sveitarstjórnum og öðrum, sem
málið gæti snert. Þá kannaði minjavörður ýmis önnur hús í fjórðungnum
og sá til með varðveizlu minja og viðgerðum ýmissa húsa þar. Halldór
Sigurðsson, sem gegndi starfi Guðrúnar í fjarveru hennar, vann mikið að
húsaviðgerðum þennan tíma, einna mest kirkjunnar í Papey.
1293 gestir komu í Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði. Safnvörður vann
að viðgerð bátsins Nakks, sem getið var í síðustu skýrslu. Skráðir gripir
safnsins eru nú um 2130.
Gestir í Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu urðu 1657 (talan fyrir 1990 í
síðustu Arbók er röng, á að vera 1312) og munar rnest um fjölgun ferða-
manna. Opnuð var sýning á smiðju og smíðisgripum Sigurðar Filippusson-
ar eldsmiðs. Nýr starfsmaður, Þorsteinn Þorsteinsson, réðst að safninu, og
hefur hann daglega umsjón, sér um viðgerðir og aðföng. Sérstök skólavika
var í safninu vorið 1991 og var boðið þangað nemendum allra skóla í
sýslunni og þá m.a. sett upp sýning á gömlum leikföngum. Komu um 400
nemendur á sýninguna.
Unnið var að viðgerð pakkhússins, sem skýrt var frá í síðustu skýrslu,
efri hæð einangruð, skipt um bárujárnsklæðningu og glugga.