Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 154

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 154
158 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS geymslur í hluta af görnlu útihúsunum á Naustum og safngripir fluttir þangað og jafnframt hreinsaðir, merktir, ljósmyndaðir og endurskráðir, en útbúin var ljósmyndunaraðstaða í kjallara safnhússins, Kirkjuhvols. Þá var unnið að endurnýjun hitakerfis safnsins og viðbygging undirbúin. Starfsmenn eru tveir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri og Hörður Geirsson við ljósmyndadeild. Lokið var fyrra áfanga viðbyggingar við Safnahúsið á Húsavík fyrir sjó- minjar Byggðasafns Suður-Þingeyinga. Sýningargestir urðu 2610, en safnið var lokað fyrra hluta sumars vegna framkvæmda. Skólanemar nota söfnin þar í vaxandi mæli. 28. júlí var opnað Byggðasafn Norður-Þingeyinga á Kópaskeri sem er til húsa á efri hæð gamla skólahússins á Snartarstöðum og að vísu þröngur stakkur skorinn. I safninu eru að miklu leyti listgripir og smáir heimilis- munir, er safnað hefur verið í héraðinu á undanförnum árum. Þjóðminja- vörður var viðstaddur opnun safnsins og flutti þar ávarp. Minjavörður Austurlands, Guðrún Kristinsdóttir, var í leyfi mestan hluta ársins en byggingu húss fyrir Minjasafit Austurlands hefur miðað vel áfram, verið er að einangra það og klæða að utan og glerja. Einnig hefur verið unnið lítillega við innanhússskipulag. Kjallari hússins er notaður sem geymsla fyrir ýmsa stærri hluti safnsins, en hiti er þó enn ekki kominn í hann. Eftir að Guðrún kom aftur til starfa kannaði hún ýtarlega útihús í ýmsum sveitum eystra, myndaði þau og lýsti, og síðan var gerð skrá urn þau hús, sem hafa verndunargildi og send sveitarstjórnum og öðrum, sem málið gæti snert. Þá kannaði minjavörður ýmis önnur hús í fjórðungnum og sá til með varðveizlu minja og viðgerðum ýmissa húsa þar. Halldór Sigurðsson, sem gegndi starfi Guðrúnar í fjarveru hennar, vann mikið að húsaviðgerðum þennan tíma, einna mest kirkjunnar í Papey. 1293 gestir komu í Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði. Safnvörður vann að viðgerð bátsins Nakks, sem getið var í síðustu skýrslu. Skráðir gripir safnsins eru nú um 2130. Gestir í Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu urðu 1657 (talan fyrir 1990 í síðustu Arbók er röng, á að vera 1312) og munar rnest um fjölgun ferða- manna. Opnuð var sýning á smiðju og smíðisgripum Sigurðar Filippusson- ar eldsmiðs. Nýr starfsmaður, Þorsteinn Þorsteinsson, réðst að safninu, og hefur hann daglega umsjón, sér um viðgerðir og aðföng. Sérstök skólavika var í safninu vorið 1991 og var boðið þangað nemendum allra skóla í sýslunni og þá m.a. sett upp sýning á gömlum leikföngum. Komu um 400 nemendur á sýninguna. Unnið var að viðgerð pakkhússins, sem skýrt var frá í síðustu skýrslu, efri hæð einangruð, skipt um bárujárnsklæðningu og glugga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.