Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Síða 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
á árinu. Gekkst það meðal annars fyrir fundum með forráðamönnum
byggðasafna á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum svo og Norður-
landi, til að kynna þjóðminjalög og koma á minjaráðum á landsbyggðinni
og fá gerðar skipulagsskrár safnanna. Þá fjallaði ráðið um viðgerðarmál
safnhússins, lán á safngripum til útlanda, fjallaði um og samþykkti stofn-
skrár allmargra byggðasafna. Þá hafði formaður þjóðminjaráðs forgöngu
um breytingu á þjóðminjalögum þannig, að starf fornminjavarðar skyldi
stofnað til að taka af tvímæli um setu í fornleifanefnd.
Þjóðminjaráð hefur lýst þeim vilja sínum, að Þjóðminjasafn Islands reyni
að ráðstafa ýmsum þeirra gömlu húsa, sem safnið á eða hefur með að gera,
til annarra aðilja, sem tök hafa á að annast þau og vernda, svo og nota til
eðlilegra þarfa. I þessu skyni ákvað ráðið, að stefnt skyldi að því, að
Vopnafjarðarhúsunum svonefndu í Arbæjarsafni skyldi ráðstafað til þess
safns til meðferðar og varðveizlu og jafnframt safnlegra nota. Meðal annars
af þessu kvað þjóðminjaráð fastar á um geymslumál safnsins, enda ákveðið
að flytja verði marga gripi úr Þjóðminjasafnshúsinu og inn í Dugguvog en
hluti aftur þaðan og suður í Vesturvör í Kópavogi og verði geymsla þar
einkum fyrir tækniminjar safnsins.
Fornleifanefnd
Nefndin hélt 10 fundi á árinu, þar sem fjallað var um rannsóknarleyfi
og fornleifarannsóknir. Gaf nefndin út leyfi til rannsókna í Viðey, á Grana-
stöðum í Eyjafirði, Hofsstöðum í Mývatnssveit, Hálsi í Hálsasveit svo og í
Gerði og Heynesi á Akranesi. Að auki fjallaði nefndin um margvísleg mál
er snerta fornleifarannsóknir.