Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 158
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
urkjöri sem endurskoðandi, og voru þeir Björn Líndal og Höskuldur Jónsson kjörnir endur-
skoðendur.
Að loknu stjórnarkjöri var gert stundarfjórðungs fundarhlé og fundarmönnum veitt kaffi.
Þá flutti Kristín H. Sigurðardóttir fornleifafræðingur og forvörður í Þjóðminjasafni erindi
um íslenzkar fornleifarannsóknir fyrr og nú. Rakti hún sögu og þróun fornleifarannsókna hér
á landi í 111 ár og sýndi margar skyggnur til skýringar. AHmiklar umræður urðu um fyrir-
iesturinn, og þökkuðu fundarmenn erindið með lófataki.
Að lokum kvaddi Guðný Gerður Gunnarsdóttir sér hljóðs og óskaði formanni, Herði
Ágústssyni, til hamingju með bókmenntaverðlaun, sem hann hefði hlotið fyrir rit sitt um
Skálholtsrannsóknir, og heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Islands, jafnframt því sem hún
þakkaði fræðistörf formannsins.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 22.23.
Hörður Ágústsson Þórhallur Vilmundarson
Reikningur Hins íslenzka fornleifafélags 1990
Tekjur:
Sjóður frá fyrra ári................................................. 38.928.63
Styrkur úr ríkissjóði............................................... 225.000.00
Árgjöld 1990...................................................... 1.328.214.00
Seldar eldri bækur.................................................. 127.170.00
Vextir................................................................ 3.033.79
1.722.746.42
Gjöld:
Greitt vegna Árbókar 1989........................................ 1.512.424.00
Innheimta og póstur................................................. 36.170.00
Kostnaður vegna ritstjórnar......................................... 90.000.00
Ýmis önnur gjöld..................................................... 8.396.00
Sjóður til næsta árs................................................ 75.756.42
1.722.746.42
Reykjavík, 14.11.1991
Mjöll Snæsdóttir, féhirðir
Reikning þennan höfum við endurskoðað og gerum ekki athugasemdir við hann.
Reykjavík, 28. nóvember 1991.
Páll Líndal
Höskuldur Jónsson